Bæjarráð Fjallabyggðar

838. fundur 26. júlí 2024 kl. 10:00 - 11:58 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir júní 2024. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 135.785.000,- eða 93,79% af tímabilsáætlun 2024. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 18 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál - félagsþjónusta

Málsnúmer 2407031Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

3.Samningur um skóla- og frístundaakstur 2024-2027

Málsnúmer 2407037Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samningi við Suðurleiðir ehf. um skóla- og frístundaakstur 2024-2027.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn yfir hönd Fjallabyggðar.

4.Þjónustusamningur um skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar 2024-2027

Málsnúmer 2407039Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samningi við Höllina veitingahús ehf. um skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2024-2027.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn yfir hönd Fjallabyggðar.

5.Verðtilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla Ólafsfirði

Málsnúmer 2407035Vakta málsnúmer

Mánudaginn 15. júlí 2024, voru opnuð tilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla á Ólafsfirði fyrir árin 2024-2027.
Eitt tilboð barst frá Kristalhreint ehf.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi móttekið tilboð ásamt vinnuskjölum deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka tilboði Kristalhreins ehf. og felur bæjarstjóra að undirrita samning við félagið.

6.Hestamannafélagið Glæsir - Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samningi við Hestamannafélagið Glæsi um uppbyggingu aðstöðu hestamannafélagsins í samræmi við stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða áfram við forsvarsmenn Hestamannafélagsins á grundvelli samningsdraga og umræðu á fundinum.

7.Vatnsveita Fjallabyggðar - Vatnsgæði

Málsnúmer 2407002Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi vatnsveitu á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur undir með bæjarstjóra og deildarstjóra um mikilvægi þess að komast til botns í því hvers vegna mengun mældist við sýnatöku fyrr í mánuðinum, í ljósi þess að frá áramótum hefur ekki verið vatnstaka frá ógeisluðum vatnsbólum. Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um vatnsveitur Fjallabyggðar og mikilvægi þess að öllu vatni sem veitt er inn á kerfið fari í gegnum geislunarbúnað til þess að lágmarka hættu á mengun neysluvatns.

8.Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi

Málsnúmer 2406050Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í áfanga 2. á göngu og hjólastíg við þjóðveginn í þéttbýli, í gegnum Ólafsfjörð, þriðjudaginn 23 júlí. Eftirfarandi tilboð bárust:
- Bás ehf 65.152.076
- Smárinn vélaverktaki ehf 65.537.150
- Sölvi Sölvason 78.833.447
- Kostnaðaráætlun 77.300.000
Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar um að taka tilboði kr. 65.152.076 frá Bás ehf.

9.Tjaldsvæðið Ólafsfirði

Málsnúmer 2407050Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Helga Jóhannssonar varðandi vandamál með bleytu á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og mögulegar úrbætur.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð óskar eftir umsögn tæknideildar um hvaða ráðstafanir hægt er að ráðast í vegna ástandsins á tjaldsvæðinu.

10.Innheimta skólagjalda hjá TÁT

Málsnúmer 2406032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi afgreiðsla 1114. fundar byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 4. júlí sl. þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarráð Fjallabyggðar að kostnaði vegna uppsetningar á vefumsóknarlausn vegna Tónlistarskólans á Tröllaskaga skiptist í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna um rekstur skólans.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu byggðarráðs Dalvíkurbyggðar um að kostnaðarhlutdeild Fjallabyggðar sé í samræmi við samstarfssamning um TÁT.

11.Erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar

Málsnúmer 2407048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar vegna óskar um lengingu á ráðningu starfskrafts í skógræktinni.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að semja við Skógræktarfélagið um málið.

12.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Málsnúmer 2407016Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. júlí sl. varðandi samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem snýr einkum að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Lögin má rekja til sameiginlegrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl. sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamninga á vinnumarkaði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur nú þegar samþykkt þátttöku sveitarfélagsins. Deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs samantekt á kostnaðaráhrifum m.t.t. minnisblaðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

13.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2028

Málsnúmer 2407047Vakta málsnúmer

Hagstofa Íslands birti nýja þjóðhagsspá sína þann 28. júní sl. þar sem farið var yfir efnahagshorfur til næstu ára. Við fjárhagsáætlanagerð sveitarfélaga er oft stuðst við þjóðhagsspá Hagstofu og hefur samband íslenskra sveitarfélaga útbúið minnisblað þar sem farið er yfir helstu þætti sem fram koma í framangreindri þjóðhagsspá.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

14.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 2407036Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 11:58.