Tjaldsvæðið Ólafsfirði

Málsnúmer 2407050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 838. fundur - 26.07.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Helga Jóhannssonar varðandi vandamál með bleytu á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og mögulegar úrbætur.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð óskar eftir umsögn tæknideildar um hvaða ráðstafanir hægt er að ráðast í vegna ástandsins á tjaldsvæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 843. fundur - 13.09.2024

Á 838. fundi bæjarráðs var óskað eftir umsögn tæknideildar um hvaða ráðstafanir hægt er að ráðast í vegna ástandsins á tjaldsvæðinu. Með fundarboði bæjarráðs fylgdi samantekt tæknideildar vegna vatnselgs á svæði utan við íþróttahús og tjaldsvæði í Ólafsfirði.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar tæknideild fyrir tillöguna og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.