Verðtilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla Ólafsfirði

Málsnúmer 2407035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 838. fundur - 26.07.2024

Mánudaginn 15. júlí 2024, voru opnuð tilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla á Ólafsfirði fyrir árin 2024-2027.
Eitt tilboð barst frá Kristalhreint ehf.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi móttekið tilboð ásamt vinnuskjölum deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka tilboði Kristalhreins ehf. og felur bæjarstjóra að undirrita samning við félagið.