Vatnsveita Fjallabyggðar - Vatnsgæði

Málsnúmer 2407002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 838. fundur - 26.07.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi vatnsveitu á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur undir með bæjarstjóra og deildarstjóra um mikilvægi þess að komast til botns í því hvers vegna mengun mældist við sýnatöku fyrr í mánuðinum, í ljósi þess að frá áramótum hefur ekki verið vatnstaka frá ógeisluðum vatnsbólum. Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um vatnsveitur Fjallabyggðar og mikilvægi þess að öllu vatni sem veitt er inn á kerfið fari í gegnum geislunarbúnað til þess að lágmarka hættu á mengun neysluvatns.