Innheimta skólagjalda hjá TÁT

Málsnúmer 2406032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Lagt fram erindi frá Dalvíkurbyggð varðandi innheimtu skólagjalda hjá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, TÁT. Lagt er til að sett verði upp stafræn vefumsókn með beintengingu við sveitargáttina hjá Dalvíkurbyggð í stað þess að innheimta gjöld í gegnum Sportabler eins og nú er gert.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við Dalvíkurbyggð og afgreiða fyrir hönd Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 838. fundur - 26.07.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi afgreiðsla 1114. fundar byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 4. júlí sl. þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarráð Fjallabyggðar að kostnaði vegna uppsetningar á vefumsóknarlausn vegna Tónlistarskólans á Tröllaskaga skiptist í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna um rekstur skólans.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu byggðarráðs Dalvíkurbyggðar um að kostnaðarhlutdeild Fjallabyggðar sé í samræmi við samstarfssamning um TÁT.