Bæjarráð Fjallabyggðar

836. fundur 28. júní 2024 kl. 10:00 - 11:52 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Ástand knattspyrnusvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2406007Vakta málsnúmer

Á 835.fundi sínum þann 21. júní sl. óskaði bæjarráð eftir að forsvarsmenn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar kæmu fund bæjarráðs til þess að ræða næstu skref í málinu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar fulltrúum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) fyrir komuna á fundinn og góðar umræður á fundinum. Bæjarráð þakkar KF fyrir góð svör varðandi þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til þess að takast á við ástandið á Ólafsfjarðarvelli. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að fylgja málinu eftir, athuga hvort uppfæra þurfi tækjakost og leggja tillögu fyrir bæjarráð.

2.Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2312022Vakta málsnúmer

Lagt fram kostnaðarmat á færslu á Tenderbryggju frá deildarstjóra tæknideildar.
Samþykkt
Bæjarráð felur tæknideild að hefja vinnu við frumdrög að hönnun nýs svæðis og nýrrar tenderbryggju við Innri-höfn fyrir móttöku skemmtiferðaskipa. Bæjarráð óskar eftir skýrslu um málið eigi síðar en 15. september næstkomandi.

3.Verðtilboð í skóla- og frístundaakstur 2024-2027

Málsnúmer 2405066Vakta málsnúmer

Mánudaginn 24. júní 2024, kl. 13:00, voru opnuð tilboð í skóla- og frístundaakstur Fjallabyggðar 2024-2027.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Suðurleiða í skóla- og frístundaakstur 2024-2027.

4.Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi

Málsnúmer 2406050Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 2. áfanga á göngu og hjólastíg meðfram þjóðvegi í þéttbýli, í gegnum Ólafsfjörð.
Samþykkt
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir lokuðu útboði á 2. áfanga Aðalgötu Ólafsfirði.

5.Ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Málið tekið fyrir og farið yfir fund fulltrúa sveitarfélagsins með stjórnarformanni Leyningsáss líkt og lagt var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð bæjarstjóra vegna yfirlits launa fyrstu fimm mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar vinnuskjal bæjarstjóra þar sem gerð er grein fyrir þróun stöðugilda hjá stofnunum sveitarfélagsins.

7.Framkvæmdir á vegum Fjallabyggðar í kirkjugarði á Saurbæjarási

Málsnúmer 2308063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi varðandi aðkomu að kirkjugarði á Saurbæjarási.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati á verkefninu frá tæknideild um þau atriði sem koma fram í innsendu erindi.

8.Umsókn um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi, sápuboltinn

Málsnúmer 2406058Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Sýslumannsembættinu um umsögn vegna tækifærisleyfis/tímabundið áfengisleyfi vegna Sápuboltans.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn um tækifærisleyfi.

9.Rekstraryfirlit málaflokka 2024

Málsnúmer 2401035Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um rekstraryfirlit málaflokka sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerð 41. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:52.