Starfshópur um málefni Fjallabyggðahafna.

Málsnúmer 2312022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 237. fundur - 14.12.2023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stofnun starfshóps um málefni Fjallabyggðahafna.

Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jónhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skipan starfshópsins ásamt breytingatillögu að erindisbréfi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26.03.2024

Fundargerðir 1., 2. og 3. fundar starfshóps lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 832. fundur - 24.05.2024

Með fundaboði bæjarráðs fylgdi skýrsla um niðurstöður starfshóps um komur skemmtiferðaskipa.
Hópurinn hittist á þremur vinnufundum. Allir skipaðir aðalmenn mættu til þeirra funda sem haldnir voru. Anita Elefsen mætti á einn fund og deildi með hópnum sinni sýn á hvernig staðan er í dag og þær úrbætur sem hún telur þörf á. Hafnarstarfsmenn deildu einnig með hópnum sínum hugmyndum að endurbótum. Hópurinn leitaðist við að ná utan um stöðuna eins og hún blasir við í dag og mynda sér skoðun á hvert sveitafélagið ætti að stefna með þennan málaflokk. Að lokum voru settar fram tillögur að aðgerðum.
Starfshópinn skipa: Tómas Atli Einarsson formaður, Arnar Þór Stefánsson, Þorgeir Bjarnason og Sigríður Ingvarsdóttir
Vísað til nefndar
Bæjarráð felur tæknideild að kostnaðarmeta færslu á svokallaðri „tenderbryggju“ og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs, en vísar að öðru leyti tillögum að aðgerðum hópsins til forgangsröðunar og ákvarðanatöku í hafnarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 244. fundur - 30.05.2024

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi niðurstöðuskýrsla starfshóps um móttöku skemmtiferðaskipa sem var lögð fyrir 832. fund bæjarráðs. Bæjarráð vísaði tillögum að aðgerðum hópsins til forgangsröðunar og ákvarðanatöku í hafnarstjórn.
Tómas Atli Einarsson, formaður starfshópsins tók til máls og fór yfir niðurstöður hópsins.
Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Starfshópurinn hefur lokið störfum.
Bæjarstjórn vísar tillögum að aðgerðum hópsins til forgangsröðunar og ákvarðanatöku í hafnarstjórn.
Bæjarstjórn þakkar meðlimum starfshópsins fyrir vel unnin störf.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 03.06.2024

Lagðar fram niðurstöður starfshóps um móttöku skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28.06.2024

Lagt fram kostnaðarmat á færslu á Tenderbryggju frá deildarstjóra tæknideildar.
Samþykkt
Bæjarráð felur tæknideild að hefja vinnu við frumdrög að hönnun nýs svæðis og nýrrar tenderbryggju við Innri-höfn fyrir móttöku skemmtiferðaskipa. Bæjarráð óskar eftir skýrslu um málið eigi síðar en 15. september næstkomandi.