Hafnarstjórn Fjallabyggðar

146. fundur 03. júní 2024 kl. 16:15 - 17:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varaformaður
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Andri Viðar Víglundsson varam.
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur 2024

Málsnúmer 2402035Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár.
Lagt fram til kynningar
Á Siglufirði höfðu þann 3. júní, 4143 tonn borist á land í 478 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 5697 tonn í 391 löndunum. Á Ólafsfirði höfðu 124 tonn borist á land í 99 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 129 tonn í 114 löndunum.

2.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt frá yfirhafnarverði.
Lagt fram til kynningar
Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir framlagða samantekt.

3.Vefmyndavélar við Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 2101065Vakta málsnúmer

Unnið er að uppsetningu á nýjum vefmyndavélum við Fjallabyggðarhafnir.
Samþykkt
Raffó ehf. vinnur að uppsetningu á nýjum vefmyndavélum við Fjallabyggðarhafnir.

4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2405029Vakta málsnúmer

Fairytale At Sea sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem staðsettur verður við hliðina á núverandi aðstöðugám þeirra á norðurgarði í Ólafsfjarðarhöfn.
Samþykkt
Erindi samþykkt. Hafnarstjórn beinir því til umsækjanda að vel sé gengið frá gámnum, hann sé í góðu ástandi og fyllstu snyrtimennsku sé gætt. Einnig bendir hafnarstjórn á að stöðuleyfi gáma eru veitt til eins árs í senn.

5.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2024

Málsnúmer 2401078Vakta málsnúmer

Samþykkt
Hafnarstjórn fór yfir tilboð í sláarhlið og aðgangsstýringu að hafnarsvæðinu á Siglufirði. Samhliða var skoðað með möguleika á vigtunaraðstöðu við fiskmarkaðinn. Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að vinna bæði mál áfram og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

6.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Á 830. fundi sínum, 17. maí, vísaði bæjarráð því til fastanefnda að ræða hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu þeirra málaflokka sem undir þær heyra í tengslum vð vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlunar, 2026-2028.
Hafnarstjóri fór yfir nýtt verklag varðandi gerð fjárhagsáætlunar, annars vegar eins árs áætlun og hins vegar þriggja ára áætlun. Þar sem því er vísað til fastanefnda að koma fram með hugmyndir að verkefnum og framkvæmdum sem undir þær heyra. Hafnarstjórn leggur áherslu á eftirtalin atriði varðandi Siglufjarðarhöfn: Hugsanlega færslu á tender bryggju, aðgangsstýringar á hafnarsvæði og aðstöðuhús fyrir upplýsingagjöf fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Eftirtalin atriði varðandi Ólafsfjarðarhöfn: Hugsanleg færsla á flotbryggju og auknir nýtingarmöguleikar á hafnarsvæðinu til dæmis með tilliti til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Hafnarstjórn kallar eftir starfshópi um hafnsækna starfsemi, líkt og kveðið er á um í málefnasamningi meirihlutans.

7.Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2312022Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður starfshóps um móttöku skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024.

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 462. og 463. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Cruise Iceland 2024

Málsnúmer 2404072Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar Cruise Iceland 2024. Anita Elefsen sótti fundinn fyrir hönd Fjallabyggðarhafna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn þakkar Anitu fyrir upplýsandi samantekt.

10.Aðalfundur og ráðstefna Cruise Europe 2024

Málsnúmer 2405069Vakta málsnúmer

Aðalfundur og ráðstefna Cruise Europe 2024 fór fram dagana 14-15 maí síðastliðinn. Anita Elefsen sótti fundinn og ráðstefnuna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn þakkar Anitu fyrir upplýsandi samantekt.

11.Ósk um lóð undir lítið útgerðarhús við innri höfn á Siglufirði

Málsnúmer 2404057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Baldvins og Jakobs Kárasona, f.h. Ýldu ehf. þar sem óskað er eftir lóð undir ca. 70 fm. byggingu við syðri smábátahöfnina eins og meðfylgjandi teikningar sýna. Húsnæðinu er ætlað að hýsa það sem tilheyrir trilluútgerð þeirra ásamt fleiru. Í erindinu segir jafnframt að með bættri aðstöðu fyrir smábáta á syðra hafnarsvæðinu sé nauðsynlegt að Fjallabyggð bjóði lóðir til úthlutunar í námunda við hafnarsvæðið. Erindið var tekið fyrir hjá skipulags- og umhverfisnefnd og bókaði nefndin eftirfarandi:
Nefndin tekur undir með umsækjendum að stórbætt aðstaða fyrir smábáta í innri höfn geti kallað á endurskoðun á lóðaframboði í nágrenni hafnarinnar. Á núgildandi deiliskipulagi eru þó engar lausar lóðir sem stendur og er því erindinu hafnað. Vísað til kynningar í hafnarstjórn.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
Fylgiskjöl:

12.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 2404056Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023 lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.