Ósk um lóð undir lítið útgerðarhús við innri höfn á Siglufirði

Málsnúmer 2404057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22.05.2024

Lagt fram erindi Baldvins og Jakobs Kárasona, f.h. Ýldu ehf. þar sem óskað er eftir lóð undir ca. 70 fm. byggingu við syðri smábátahöfnina eins og meðfylgjandi teikningar sýna. Húsnæðinu er ætlað að hýsa það sem tilheyrir trilluútgerð þeirra ásamt fleiru. Í erindinu segir jafnframt að með bættri aðstöðu fyrir smábáta á syðra hafnarsvæðinu sé nauðsynlegt að Fjallabyggð bjóði lóðir til úthlutunar í námunda við hafnarsvæðið.
Synjað
Nefndin tekur undir með umsækjendum að stórbætt aðstaða fyrir smábáta í innri höfn geti kallað á endurskoðun á lóðaframboði í nágrenni hafnarinnar. Á núgildandi deiliskipulagi eru þó engar lausar lóðir sem stendur og er því erindinu hafnað. Vísað til kynningar í hafnarstjórn.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 03.06.2024

Lagt fram erindi Baldvins og Jakobs Kárasona, f.h. Ýldu ehf. þar sem óskað er eftir lóð undir ca. 70 fm. byggingu við syðri smábátahöfnina eins og meðfylgjandi teikningar sýna. Húsnæðinu er ætlað að hýsa það sem tilheyrir trilluútgerð þeirra ásamt fleiru. Í erindinu segir jafnframt að með bættri aðstöðu fyrir smábáta á syðra hafnarsvæðinu sé nauðsynlegt að Fjallabyggð bjóði lóðir til úthlutunar í námunda við hafnarsvæðið. Erindið var tekið fyrir hjá skipulags- og umhverfisnefnd og bókaði nefndin eftirfarandi:
Nefndin tekur undir með umsækjendum að stórbætt aðstaða fyrir smábáta í innri höfn geti kallað á endurskoðun á lóðaframboði í nágrenni hafnarinnar. Á núgildandi deiliskipulagi eru þó engar lausar lóðir sem stendur og er því erindinu hafnað. Vísað til kynningar í hafnarstjórn.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
Fylgiskjöl: