Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Farið var yfir fyrstu skref skv. II. kafla í vinnureglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar, varðandi vinnu sem fram undan er í maí og júní nú þegar ársreikningur liggur fyrir.
Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fundar með kjörnum fulltrúum í byrjun júní um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlunar, 2026-2028. Því er jafnframt vísað til fastanefnda að ræða hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu þeirra málaflokka sem undir þær heyra.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 03.06.2024

Á 830. fundi sínum, 17. maí, vísaði bæjarráð því til fastanefnda að ræða hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu þeirra málaflokka sem undir þær heyra í tengslum vð vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlunar, 2026-2028.
Hafnarstjóri fór yfir nýtt verklag varðandi gerð fjárhagsáætlunar, annars vegar eins árs áætlun og hins vegar þriggja ára áætlun. Þar sem því er vísað til fastanefnda að koma fram með hugmyndir að verkefnum og framkvæmdum sem undir þær heyra. Hafnarstjórn leggur áherslu á eftirtalin atriði varðandi Siglufjarðarhöfn: Hugsanlega færslu á tender bryggju, aðgangsstýringar á hafnarsvæði og aðstöðuhús fyrir upplýsingagjöf fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Eftirtalin atriði varðandi Ólafsfjarðarhöfn: Hugsanleg færsla á flotbryggju og auknir nýtingarmöguleikar á hafnarsvæðinu til dæmis með tilliti til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Hafnarstjórn kallar eftir starfshópi um hafnsækna starfsemi, líkt og kveðið er á um í málefnasamningi meirihlutans.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 24.06.2024

Á 830. fundi sínum, 17. maí, vísaði bæjarráð því til fastanefnda að ræða hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu þeirra málaflokka sem undir þær heyra í tengslum vð vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlunar, 2026-2028.
Afgreiðslu frestað
Fræðslu- og frístundanefnd leggst undir feld og kemur með tillögur á næsta fundi sínum.