Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

112. fundur 21. nóvember 2024 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Með fundarboði markaðs- og menningarnefndar fylgdi tillaga að rammáætlun fjárhagsáætlunar málaflokka 05 og 13 fyrir árið 2025.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2025 fyrir sitt leyti.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur að gjaldskrám 2025.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025 fyrir sitt leyti.

3.Mannamót 2025

Málsnúmer 2410090Vakta málsnúmer

Mannamót verður haldið 16. janúar 2025 í Kórnum Kópavogi. Um er að ræða fjölmennasta viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd hvetur ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð til að nýta þetta einstaka tækifæri til að kynna sína þjónustu og kynnst öðrum aðilum í ferðaþjónustu á Íslandi.

4.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2410001Vakta málsnúmer

Farið yfir tilnefningar til bæjarlistamanns 2025
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2025.
Nokkrar tilnefningar bárust nefndinni og þakkar hún fyrir þær. Einnig þakkar nefndin fráfarandi bæjarlistamanni, Ástþóri Árnasyni, fyrir framlag hans til menningar og lista.
Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Kristínu R. Trampe bæjarlistamann Fjallabyggðar 2025. Nefndin óskar Kristínu til hamingju með útnefninguna. Bæjarlistamaður verður útnefndur formlega við afhendingu menningarstyrkja í ársbyrjun 2025.

Fundi slitið - kl. 16:00.