Mannamót 2025

Málsnúmer 2410090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25.10.2024

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025 frá klukkan 12 til 17.

Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til markaðs- og menningarnefndar. Bæjarráð telur mikilvægt að kynna ráðstefnuna fyrir mögulegum áhugasömum aðilum í sveitarfélaginu og hvetja þá til þátttöku á Mannamótum 2025.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 21.11.2024

Mannamót verður haldið 16. janúar 2025 í Kórnum Kópavogi. Um er að ræða fjölmennasta viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd hvetur ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð til að nýta þetta einstaka tækifæri til að kynna sína þjónustu og kynnst öðrum aðilum í ferðaþjónustu á Íslandi.