Bæjarráð Fjallabyggðar

849. fundur 25. október 2024 kl. 10:00 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóvember 2024

Málsnúmer 2410101Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða að kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóvember 2024 verði eftirfarandi: Ráðhús Fjallabyggðar á Siglufirði og húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði.
Samþykkt

2.Endurnýjun á raforkusamningi

Málsnúmer 2410100Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að samningi (endurnýjun) við Orkusöluna um raforkusölu. Gildistími samningsins er frá 1.1.2025 til og með 31.12.2029.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög samningsins og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Öryggisráðstafanir í sleðabrekku.

Málsnúmer 2410080Vakta málsnúmer

Á 315.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi Helgu Guðrúnar Sigurgeirsdóttur um öryggi í sleðabrekku. Nefndin vísaði fjármögnun verkefnisins til bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa og nefndarinnar. Ráðið samþykkir að veita fjármunum til tilraunaverkefnisins og það verði skilgreint sem umhverfisverkefni fyrir opin svæði.

4.Afnot slökkviliðs af húsnæði við Siglufjarðarflugvöll.

Málsnúmer 2410104Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi slökkviliðsstjóra um afnot slökkviliðs af húsnæði sveitarfélagsins við Siglufjarðarflugvöll.
Samþykkt
Bæjarráð er jákvætt fyrir því að veita Slökkviliði Fjallabyggðar heimild fyrir notkun hússins en óskar eftir greinargerð frá slökkviliðsstjóra um ástand húsnæðisins og mögulega viðhaldsþörf.

5.Endurreisn kræklingaræktar.

Málsnúmer 2410106Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi samráðshóps um skeldýrarækt sem býður Fjallabyggð að eiga aðild að meðfylgjandi minnisblaði til fjárlaganefndar Alþingis um fjárframlög úr ríkissjóði til að byggja upp kræklingarækt á Íslandi.
Samþykkt
Bæjarráð tekur vel í aðild að minnisblaði og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Foktjón - Aðalgata 6B

Málsnúmer 2309099Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Hilmars Daníels Valgeirssonar til bæjarráðs varðandi Aðalgötu 6b.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Hilmari D. Valgeirssyni fyrir erindið. Bæjarstjóra er falið að óska eftir áliti lögfræðings sveitarfélagsins vegna málsins.

7.Mannamót 2025

Málsnúmer 2410090Vakta málsnúmer

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025 frá klukkan 12 til 17.

Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til markaðs- og menningarnefndar. Bæjarráð telur mikilvægt að kynna ráðstefnuna fyrir mögulegum áhugasömum aðilum í sveitarfélaginu og hvetja þá til þátttöku á Mannamótum 2025.

8.Fundargerð almannavarnanefndar 2024.

Málsnúmer 2410093Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð haustfundar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem haldinn var miðvikudaginn 16.10.2024 í húsakynnum AST á Húsavík.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 20. september 2024.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína varðandi kostnaðarmat vegna sameiginlegrar skipulagsskrifstofu Eyjafjarðar.

10.Verkfundir L7 og Leyningsás 2024

Málsnúmer 2410105Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu fundargerðir 1.-6. verkfunda L-7 ehf. og Leyningsáss.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.