Öryggisráðstafanir í sleðabrekku.

Málsnúmer 2410080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16.10.2024

Lagt fram erindi Helgu Guðrúnar Sigurgeirsdóttur þar sem óskað er eftir að sett verði upp net líkt og er notað á skíðasvæðum til afmörkunar, fyrir neðan túnið nyrst við Fossveg sem einhverskonar fyrirstaða svo börnin renni ekki í veg fyrir umferð. Mikill fjöldi barna nýtir brekkuna til að renna sér á veturna en mikil hætta skapast af nálægum umferðargötum.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin tekur undir áhyggjur erindishafa af leik barna við umferðargötur að vetrarlagi. Nefndin felur tæknideild að gera tilraun með ofangreindan öryggisbúnað í samvinnu við erindishafa og að árangur verði metinn þegar tilefni þykir til. Fjármögnun verkefnisins er vísað til bæjarráðs.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25.10.2024

Á 315.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi Helgu Guðrúnar Sigurgeirsdóttur um öryggi í sleðabrekku. Nefndin vísaði fjármögnun verkefnisins til bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa og nefndarinnar. Ráðið samþykkir að veita fjármunum til tilraunaverkefnisins og það verði skilgreint sem umhverfisverkefni fyrir opin svæði.