Afnot slökkviliðs af húsnæði við Siglufjarðarflugvöll.

Málsnúmer 2410104

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25.10.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi slökkviliðsstjóra um afnot slökkviliðs af húsnæði sveitarfélagsins við Siglufjarðarflugvöll.
Samþykkt
Bæjarráð er jákvætt fyrir því að veita Slökkviliði Fjallabyggðar heimild fyrir notkun hússins en óskar eftir greinargerð frá slökkviliðsstjóra um ástand húsnæðisins og mögulega viðhaldsþörf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 08.11.2024

Á 849. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um afnot af húsnæði sveitarfélagsins við flugvöllinn á Siglufirði. Bæjarráð óskaði eftir greinargerð frá slökkviliðsstjóra um ástand húsnæðisins og mögulega viðhaldsþörf.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi greinargerð slökkviliðsstjóra.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti afnot slökkviliðs af húsnæði flugvallarins til eins árs.