Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18.04.2023

Fundargerð 11. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13.10.2023

Fundargerð 12. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12.01.2024

Fundargerð 13. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 238. fundur - 25.01.2024

Fundargerð 13. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 13. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 14. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026, sem haldinn var þann 23. apríl sl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 244. fundur - 30.05.2024

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi fundargerð 14. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026, sem haldinn var þann 23. apríl sl.
Enginn tók til máls.
Í 15. lið fundargerðarinnar óskar nefndin samþykkis sveitarfélaga í Eyjafirðir er endurskoða fjallaskilasamþykktir Eyjafjarðar á vettvangi nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðun fjallskilasamþykkta Eyjafjarðar með 7 atkvæðum.

Í 16. lið fundargerðarinnar er lagt til stofnunar sameiginlegrar skipulagsskrifstofu, þó margar skipulagsnefndir væru starfræktar.
Bæjarstjórn getur á þessum tímapunkti ekki til tekið afstöðu til málsins og kallar eftir frekari upplýsingum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 834. fundur - 14.06.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 14. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026, sem haldinn var þann 23. apríl sl.
Í 15. lið fundargerðarinnar óskar nefndin samþykkis sveitarfélaga í Eyjafirðir fyrir því að endurskoða fjallaskilasamþykktir Eyjafjarðar á vettvangi nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykkti endurskoðun fjallskilasamþykkta Eyjafjarðar með 7 atkvæðum.

Í 16. lið fundargerðarinnar er lagt til stofnunar sameiginlegrar skipulagsskrifstofu, þó margar skipulagsnefndir væru starfræktar.
Bæjarstjórn getur á þessum tímapunkti ekki til tekið afstöðu til málsins og kallar eftir frekari upplýsingum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um hvert hlutverk sameiginlegrar skipulagsskrifstofu á Eyjafjarðarsvæðinu yrði ásamt því að kalla eftir frumkostnaðarmati verkefnisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25.10.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 20. september 2024.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína varðandi kostnaðarmat vegna sameiginlegrar skipulagsskrifstofu Eyjafjarðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Fundargerð 15. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026 frá 20. september sl. lögð fram. Fundargerðin er í 14 liðum.
Vakin er sérstök athygli á 13. lið þar sem nefndin hefur rætt möguleika á stofnun sameiginlegrar skipulagsskrifstofu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Yrði hún mönnuð skiplagsfulltrúum allra sveitarfélaga og rekin sem sjálfstæð eining sérfræðinga sem ynni að skipulagsverkefnum sem þeir síðan legðu fyrir skipulagsnefndir/sveitarstjórnir hvers sveitarfélags. Slík skrifstofa gæti jöfnum höndum unnið að þróun aðalskipulaga sem svæðisskipulags, ásamt yfirferð og afgreiðslu annarra skipulagsverkefna svo sem skipulagsfulltrúar sinna í dag.

Í 14. lið fundargerðarinnar er ítrekuð ósk um að sveitarfélög svari erindi um endurskoðun á Fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 08.11.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi tölvupóstur sveitarstjóra Grýtubakkahrepps varðandi hugmyndir um sameiginlega skipulagsskrifstofu sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til samtals um sameiginlega skrifstofu um skipulags- og byggingarfulltrúa án frekari skuldbindingar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 862. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggur fundargerð frá 16. fundi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar. Meðfylgjandi fundargerð er erindi frá nefndinni þar sem óskað er eftir hugmyndum sveitarfélaganna við Eyjafjörð varðandi framtíðar fyrirkomulag skipulagsmála.
Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi svæðisskipulagsnefndar til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 319. fundur - 19.02.2025

Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Fyrir liggur fundargerð frá 16. fundi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar. Meðfylgjandi fundargerð er erindi frá nefndinni þar sem óskað er eftir hugmyndum sveitarfélaganna við Eyjafjörð varðandi framtíðar fyrirkomulag skipulagsmála.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin samþykkir að fela tæknideild að svara erindinu í samræmi við umræður í nefndinni og vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 255. fundur - 26.02.2025

Fundargerð 16.fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar ásamt fjárhagsáætlun ársins 2025 er lögð fram.
Samþykkt
Fundargerðin ásamt fjárhagsáætlun ársins 2025 staðfest með 7 atkvæðum.