Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

319. fundur 19. febrúar 2025 kl. 16:00 - 18:00 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Pálmi Blængsson verkefnastjóri
  • Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Blængsson Verkefnastjóri

1.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar vegna nýs verslunarkjarna

Málsnúmer 2405039Vakta málsnúmer

Beiðni frá Tark-arkitektum um frest til 15.maí til að skila inn tillögum að svörum og gögnum sbr. grein 5.7.1 í skipulagslögum varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar.
Samþykkt
Erindi samþykkt

2.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Eyrarflöt á Siglufirði

Málsnúmer 2009051Vakta málsnúmer

Eigendur Eyrarflatar 4 á Siglufirði, óska eftir heimild til þess að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar svo hægt sé að koma bílskúr fyrir á lóð þeirra. Samþykki eiganda að Eyrarflöt 2 liggur fyrir.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að eigendur láti vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi Eyrarflatar svo hægt sé að byggja bílskúr samkv. meðfylgjandi umsókn. Nefndin telur nauðsynlegt að byggingarreiturinn rúmi bílskúr fyrir báðar íbúðir.

3.Hafnargata 1 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 2501028Vakta málsnúmer

Húseigandi sækir um að breyta húsnæði úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti breyttan notkunarflokk húsnæðisins með fyrirvara um samþykki byggingarfulltrúa.

4.Auðnir - fyrirspurn vegna fjölgunar lóða

Málsnúmer 2409096Vakta málsnúmer

Umsókn um stækkun tveggja lóða og stofnun þriggja nýrra lóða úr landi Auðna samkv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Samþykkt
Nefndin samþykkir stækkun núverandi lóða og stofnun nýrra lóða úr landi Auðna samkv. meðfylgjandi merkjalýsingu en bendir eigendum á að vinna þarf deiliskipulag á svæðinu ef á að byggja á lóðunum.

5.Norðurgata 4b, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2501058Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Norðurgötu 4b. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu.

6.Lindargata 9 - Endurnýjun lóðarleigusamnings

Málsnúmer 2502005Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Lindargötu 9. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu.

7.Umsókn um lóð fyrir spennustöð-Austurstígur 11

Málsnúmer 2501033Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um lóð frá Rarik fyrir spennistöð
Samþykkt
Nefndin samþykkir að Rarik feli skipulagsráðgjafa sem uppfyllir skilyrði 7.gr. skipulagslaga að vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Ólafsfjarðar sem felur í sér stækkun á skipulagssvæðinu og skilgreiningu lóðar undir spennistöð ásamt skilmálum.

8.Erindi vegna snjósöfnunar við Háveg.

Málsnúmer 2501059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá íbúa vegna snjósöfnunar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir erindið og upplýsir að vinna sé í gangi við endurskipulagningu snjómoksturs í sveitarfélaginu. Hluti af þeirri vinnu er að skipuleggja verklag og skilgreina snjósöfnunarsvæði. Í þeirri vinnu verður m.a. leitast við að lágmarka ónæði af snjósöfnun fyrir íbúa og koma til móts við ábendingar sem þessa.

9.Snjósöfnun og bleyta í lóð - Laugarvegur

Málsnúmer 2501066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá íbúa vegna snjósöfnunar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir erindið og upplýsir að vinna sé í gangi við endurskipulagningu snjómoksturs í sveitarfélaginu. Hluti af þeirri vinnu er að skipuleggja verklag og skilgreina snjósöfnunarsvæði. Í þeirri vinnu verður m.a. leitast við að lágmarka ónæði af snjósöfnun fyrir íbúa og koma til móts við ábendingar sem þessa.

10.Snjómokstursreglur 2025

Málsnúmer 2501026Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga tæknideildar að uppfærðum reglum um snjómokstur í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Tæknideild einnig falið að vinna að kortlagningu snjósöfnunarsvæða, þ.m.t ástand, áskoranir og tillögu að verklagi við hvert svæði fyrir sig með tilliti til losunar og bráðnunar.

11.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Fyrir liggur fundargerð frá 16. fundi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar. Meðfylgjandi fundargerð er erindi frá nefndinni þar sem óskað er eftir hugmyndum sveitarfélaganna við Eyjafjörð varðandi framtíðar fyrirkomulag skipulagsmála.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin samþykkir að fela tæknideild að svara erindinu í samræmi við umræður í nefndinni og vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Kortlagning á járnarusli og öðru sem getur valdið mengun og óþrifnaði í Fjallabyggð.

Málsnúmer 2410075Vakta málsnúmer

Tæknideild vinnur að skipulagningu hreinsunarátaks í sveitarfélaginu á vordögum, farið yfir áherslur og mögulega framkvæmd.
Lagt fram til kynningar
Nefndin fagnar átaki í hreinsun og tiltekt í sveitarfélaginu og hvetur íbúa og rekstraraðila til þátttöku.

13.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að skýrslu eftir úttekt Verkís á fráveitukerfi Siglufjarðar.
Lagt fram til kynningar

14.Foktjón - Aðalgata 6B

Málsnúmer 2309099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra vegna Aðalgötu 6b.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.