Snjómokstursreglur 2025

Málsnúmer 2501026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 318. fundur - 15.01.2025

Endurskoðun forgangsröðunar við snjómokstur í Fjallabyggð
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að uppfæra forgangsröðun snjómoksturs þar sem skoðaður verði sérstaklega mokstur hafnarsvæða og gönguleiða.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 319. fundur - 19.02.2025

Lögð fram tillaga tæknideildar að uppfærðum reglum um snjómokstur í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Tæknideild einnig falið að vinna að kortlagningu snjósöfnunarsvæða, þ.m.t ástand, áskoranir og tillögu að verklagi við hvert svæði fyrir sig með tilliti til losunar og bráðnunar.