Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

318. fundur 15. janúar 2025 kl. 16:00 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Helgi Jóhannsson varam.
Starfsmenn
  • Pálmi Blængsson verkefnastjóri
  • Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Blængsson Verkefnastjóri

1.Fyrirspurn um lóð fyrir spennustöð-Austurstígur 11

Málsnúmer 2501033Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Rarik um lóð vegna endurnýjunar á spennistöð sem í dag stendur við Austurstíg 11, Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að vinna málið áfram og benda RARIK á önnur nærliggjandi opin svæði.

2.Hvanneyrarbraut 35- skipting eignar

Málsnúmer 2501027Vakta málsnúmer

Beiðni frá Húseiganda um að skipta fasteigninni að Hvanneyrarbraut 35 í tvö fastanúmer þar sem jarðhæð verður færð á sér fastanúmer.
Samþykkt
Erindi samþykkt með fyrirvara um afgreiðslu byggingafulltrúa.

3.Erindi frá Ungmennaþingi SSNE

Málsnúmer 2501009Vakta málsnúmer

Erindi varðandi bætt umferðaröryggi í Fjallabyggð frá Ungmennaþingi SSNE.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir innsent erindi og fagnar áhuga ungmenna sveitarfélagsins á málaflokknum. Tæknideild falið að hefja undirbúning á endurskoðun umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins þar sem meðfylgjandi ábendingar verði hafðar til hliðsjónar. Tæknideild er einnig falið að hefja vinnu við nauðsynlegar úrbætur á biðstöðvum innan sveitarfélagsins í samráði við Vegagerðina.

4.Snjómokstursreglur 2025

Málsnúmer 2501026Vakta málsnúmer

Endurskoðun forgangsröðunar við snjómokstur í Fjallabyggð
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að uppfæra forgangsröðun snjómoksturs þar sem skoðaður verði sérstaklega mokstur hafnarsvæða og gönguleiða.

5.Sorphirðudagatal 2025

Málsnúmer 2412024Vakta málsnúmer

Sorphirðudagatal 2025 lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.