Fyrirspurn um lóð fyrir spennustöð-Austurstígur 11

Málsnúmer 2501033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 318. fundur - 15.01.2025

Fyrirspurn frá Rarik um lóð vegna endurnýjunar á spennistöð sem í dag stendur við Austurstíg 11, Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að vinna málið áfram og benda RARIK á önnur nærliggjandi opin svæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 319. fundur - 19.02.2025

Lögð fram umsókn um lóð frá Rarik fyrir spennistöð
Samþykkt
Nefndin samþykkir að Rarik feli skipulagsráðgjafa sem uppfyllir skilyrði 7.gr. skipulagslaga að vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Ólafsfjarðar sem felur í sér stækkun á skipulagssvæðinu og skilgreiningu lóðar undir spennistöð ásamt skilmálum.