Erindi vegna snjósöfnunar við Háveg.

Málsnúmer 2501059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 319. fundur - 19.02.2025

Lagt fram erindi frá íbúa vegna snjósöfnunar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir erindið og upplýsir að vinna sé í gangi við endurskipulagningu snjómoksturs í sveitarfélaginu. Hluti af þeirri vinnu er að skipuleggja verklag og skilgreina snjósöfnunarsvæði. Í þeirri vinnu verður m.a. leitast við að lágmarka ónæði af snjósöfnun fyrir íbúa og koma til móts við ábendingar sem þessa.