Umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Eyrarflöt á Siglufirði

Málsnúmer 2009051

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 259. fundur - 14.10.2020

Með bréfi dagsettu 22. September 2020 óska þau Magnús Tómasson og Guðrún Linda Rafnsdóttir, eigendur Eyrarflatar 4 á Siglufirði, eftir heimild til þess að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar svo hægt sé að koma bílskúr fyrir á lóð þeirra.
Erindi frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 319. fundur - 19.02.2025

Eigendur Eyrarflatar 4 á Siglufirði, óska eftir heimild til þess að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar svo hægt sé að koma bílskúr fyrir á lóð þeirra. Samþykki eiganda að Eyrarflöt 2 liggur fyrir.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að eigendur láti vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi Eyrarflatar svo hægt sé að byggja bílskúr samkv. meðfylgjandi umsókn. Nefndin telur nauðsynlegt að byggingarreiturinn rúmi bílskúr fyrir báðar íbúðir.