Umsókn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2405039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22.05.2024

Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar hjá T.Ark Arkitektum ehf. f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. Óskað er eftir vilyrði fyrir lóð, sem mun hýsa nýja verslun Samkaupa, ásamt minni verslunum og/eða þjónustu. Um er að ræða lóð í miðbæ Siglufjarðar sem í dag er tjaldsvæði. Þá er einnig óskað eftir heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins í samræmi við frumdrög sem fylgja erindinu, í samvinnu við skipulagsyfirvöld ef vilyrði fyrir lóðinni verður samþykkt.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12.09.2024

Lögð fram drög að tillögu á breytingu deiliskipulags miðbæjar Siglufjarðar vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. um lóð undir nýja verslun Samkaupa. Tillagan er dagsett 3.9.2024 og er unnin af T.ark arkitektum.
Nefndin þakkar fyrir framlagða tillögu en bendir á að skoða þurfi betur tengingu Gránugötu við Suðurgötu með tillit til ferlagreiningar í samræmi við hönnunarleiðbeiningar Vegagerðarinnar, umferðaröryggi og útfærslu bílastæða.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 248. fundur - 19.09.2024

Til fundarins mættu Ásgeir Ásgeirsson og Ingunn Lilliendahl arkitektar og eigendur T.Ark og fóru yfir tillögurnar.
Á 314. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lögð fram drög að tillögu á breytingu deiliskipulags miðbæjar Siglufjarðar vegna umsóknar Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. um lóð undir nýja verslun Samkaupa. Tillagan er dagsett 3.9.2024 og er unnin af T.ark arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd benti á að skoða þyrfti betur tengingu Gránugötu við Suðurgötu með tillit til ferlagreiningar í samræmi við hönnunarleiðbeiningar Vegagerðarinnar, umferðaröryggi og útfærslu bílastæða.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Ásgeiri og Ingunni fyrir komu á fundinn og góða kynningu á verkefninu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16.10.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar unnin af T.ark arkitektum, dags. 16.10.2024. Markmið breytingartillögunnar er að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt á opnum íbúafundi áður en hún verður auglýst með formlegum hætti skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar unnin af T.ark arkitektum, dags. 16.10.2024. Markmið breytingartillögunnar er að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt á opnum íbúafundi áður en hún verður auglýst með formlegum hætti skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
Bæjarstjórn leggur til að haldinn verður almennur íbúafundur miðvikudaginn 6. nóvember 2024.