Kortlagning á járnarusli og öðru sem getur valdið mengun og óþrifnaði í Fjallabyggð.

Málsnúmer 2410075

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16.10.2024

Lögð fram kortlagning á járnarusli og öðru sem getur valdið mengun og óþrifnaði í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin skorar á þá sem málið varðar að farga því sem þeim tilheyrir hið fyrsta. Tæknideild er falið að gera viðeigandi ráðstafanir með það járnarusl og annað sem getur valdið mengun og óþrifnaði á opnum svæðum á forræði Fjallabyggðar í samræmi við kortlagningu HNV. Tæknideild er einnig falið að vinna að útfærslu á hreinsunarátaki fyrir fjárhagsáætlun 2025.