Bæjarráð Fjallabyggðar

834. fundur 14. júní 2024 kl. 10:00 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Verðtilboð í skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar 2024 - 2027.

Málsnúmer 2405065Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar 2024 - 2027 mánudaginn 10. júní kl. 11:00. Eitt tilboð barst frá Höllin Veitingahús ehf.
Samþykkt
Í ljósi þess að aðeins eitt tilboð barst í skólamáltíðir þá samþykkir bæjarráð að taka tilboði Hallarinnar Veitingahúss ehf.

2.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 14. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026, sem haldinn var þann 23. apríl sl.
Í 15. lið fundargerðarinnar óskar nefndin samþykkis sveitarfélaga í Eyjafirðir fyrir því að endurskoða fjallaskilasamþykktir Eyjafjarðar á vettvangi nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykkti endurskoðun fjallskilasamþykkta Eyjafjarðar með 7 atkvæðum.

Í 16. lið fundargerðarinnar er lagt til stofnunar sameiginlegrar skipulagsskrifstofu, þó margar skipulagsnefndir væru starfræktar.
Bæjarstjórn getur á þessum tímapunkti ekki til tekið afstöðu til málsins og kallar eftir frekari upplýsingum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um hvert hlutverk sameiginlegrar skipulagsskrifstofu á Eyjafjarðarsvæðinu yrði ásamt því að kalla eftir frumkostnaðarmati verkefnisins.

3.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir maí 2024. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 127.874.876,- eða 99,37% af tímabilsáætlun 2024. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 18 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-maí 2024. Áfallinn launakostnaður er 98,19% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir sameiginlegu minnisblaði deildarstjóra um fjölgun stöðugilda umfram áætlun fyrir þar næsta fund bæjarráðs.

5.Ástand knattspyrnusvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2406007Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi frá Þorsteini Þorvaldssyni og Kristínu Margréti Halldórsdóttur vegna uppbyggingar á nýjum gervigrasvelli í Fjallabyggð.
Bæjarráð þakkar Þorsteini Þorvaldssyni og Kristínu Margréti Halldórsdóttur fyrir innsend erindi. Nú þegar hefur starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald ákveðið í samræmi við nýsamþykkta Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála að setja nýjan knattspyrnuvöll í forhönnun.

6.Ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2406025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá félögum eldri borgara í Fjallabyggð með ósk um rekstrarstyrk fyrir árið 2025.
Bæjarráð þakkar félögum eldri borgara í Fjallabyggð fyrir erindið og lýsir yfir mikilli ánægju með aukna samvinnu á milli félaganna. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

7.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundur stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.