Ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2406025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 834. fundur - 14.06.2024

Lagt fram erindi frá félögum eldri borgara í Fjallabyggð með ósk um rekstrarstyrk fyrir árið 2025.
Bæjarráð þakkar félögum eldri borgara í Fjallabyggð fyrir erindið og lýsir yfir mikilli ánægju með aukna samvinnu á milli félaganna. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10.01.2025

Fyrir liggur erindi frá félögum eldri borgara í Fjallabyggð um rekstrarstyrk fyrir árið 2025. Umsóknin barst í júní 2024 en var ekki lögð endanlega fyrir bæjarráð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir veitingu rekstrarstyrks fyrir árið 2025 að upphæð kr. 1.000.000 til félaga eldri borgara í Fjallabyggð, þ.e. kr. 500.000 á hvort félag.