Bæjarráð Fjallabyggðar

858. fundur 10. janúar 2025 kl. 10:00 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403045Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2024. Í viðaukanum er fjárfestingarammi Eignasjóðs aukinn um kr. 13 milljónir vegna framkvæmda við skíðasvæðið í Skarðsdal. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Fjármálastjóra var falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðarauka í tengslum við yfirstandandi framkvæmdir í Skarðsdal.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn felur í sér aukningu á fjárfestingaramma eignasjóðs vegna framkvæmdanna og er um lokauppgjör framkvæmda að ræða.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr 6.

2.Húsnæðisáætlun 2025

Málsnúmer 2412020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur húsnæðisáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2025.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir húsnæðisáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2025 eins og hún liggur fyrir.

3.Heimild fyrir sölu á bifreiðum.

Málsnúmer 2501015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá bæjarstjóra um sölu á tveimur bifreiðum. Annars vegar stjórnsýslubifreið í eigu Fjallabyggðar og hins vegar á bifreið í eigu slökkviliðs Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til sölu á umræddum bifreiðum í eigu sveitarfélagsins.

4.Ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2406025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá félögum eldri borgara í Fjallabyggð um rekstrarstyrk fyrir árið 2025. Umsóknin barst í júní 2024 en var ekki lögð endanlega fyrir bæjarráð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir veitingu rekstrarstyrks fyrir árið 2025 að upphæð kr. 1.000.000 til félaga eldri borgara í Fjallabyggð, þ.e. kr. 500.000 á hvort félag.

5.Mannauðsstefna Fjallabyggðar - Tillaga að framkvæmd

Málsnúmer 2501018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá bæjarstjóra um mannauðsstefnu Fjallabyggðar og tillögu að aðkomu starfsfólks að undirbúningi og framkvæmd slíkrar stefnu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að framkvæmd mannauðsstefnu Fjallabyggðar eins og hún liggur fyrir. Bæjarráð leggur áherslu á upplýsingar á næstu fundum um framvindu vinnu við mannauðsstefnuna.

6.Starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2501019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá bæjarstjóra um starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna og tillaga að úrlausn þegar yfirhafnarvörður lætur af störfum 31.janúar n.k.
Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti þá tillögu að úrlausn á mönnun Fjallabyggðahafna sem fyrir liggur en leggur áherslu á að auglýst verði með almennum hætti eftir áhugasömum aðilum, sbr. tillaga 3 í minnisblaði. Málinu vísað til umfjöllunar í hafnarstjórn.

7.Beiðni um aðgang að gögnum máls

Málsnúmer 2501016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hljóðsmáranum, Trölla.is, þar sem óskað er upplýsinga vegna rekstrar - og stjórnsýsluúttektar sem framkvæmd var af Strategíu fyrir Fjallabyggð vorið 2024.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að birta rekstrar- og stjórnsýsluúttekt Strategíu á heimasíðu Fjallabyggðar og svara erindi Hljóðsmárans.

8.Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarstjóði - Íþróttaskóli

Málsnúmer 2501017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Halldóri Ingvari Guðmundssyni þar sem óskað er eftir framlagi til íþróttaskóla barna í formi afnota af íþróttamannvirkjum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttasalnum í Ólafsfirði fyrir íþróttaskóla barna en leggur áherslu á að undirbúningstími fyrir námskeiðin og námskeiðstími sé í samfellu þannig að salurinn sé ekki upptekinn að óþörfu með engri notkun á opnunartíma.
Forstöðumanni íþróttamiðstöðvar falið að útfæra úthlutun tíma í samræmi við ákvörðun bæjarráðs.

Bæjarráð beinir því til allra umsækjanda að virða umsóknarfresti sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun ársins.

9.Bréf frá MMS og leiðbeiningar vegna innleiðingar á Frigg - nemendagrunni

Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf og leiðbeiningar frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) vegna innleiðingar á Frigg, nemendagrunni en stefnt er að því að innrita öll börn fædd 2019 í grunnskóla haustið 2025 í gegnum Frigg.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

10.Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna

Málsnúmer 2410094Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf frá Vegagerðinni þar sem upplýst er um vinnu Vegagerðarinnar að endurskoðun á núverandi leiðakerfi landsbyggðarvagna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

11.Náttúruverndarstofnun - Umsagnarskylda

Málsnúmer 2501020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem tilkynnt er um breytingar á náttúruverndarlögum í þá veru að leita þurfi umsagnar Náttúruverndarstofnunar í stað Umhverfisstofnunar áður varðandi gerð svæðis-, raflínu og aðalskipulagsáætlana.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

12.Erindi frá Ungmennaþingi SSNE

Málsnúmer 2501009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá ungmennum þar sem óskað er eftir framkvæmdum til að auka umferðaröryggi. Erindið er hluti af vinnu ungmennanna á Ungmennaþingi SSNE 2024 og verður tekið til umfjöllunar í skipulags - og umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

13.Brák íbúðafélag, tillaga til lagabreytingar.

Málsnúmer 2501022Vakta málsnúmer

Fyrir ársfundi Brákar liggur fyrir lagabreytingatillaga sem lögð er fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð Fjallabyggðar leggur þunga áherslu á að aðal tilgangur Brákar sem húsnæðissjálfseignarstofnunar verði áfram á uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni.

14.Verkefnahópur um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal

Málsnúmer 2409031Vakta málsnúmer

Vinnufundur verkefnahóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins í Skarðsdal.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir vinnu hópsins og leysir hann formlega frá störfum.

15.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 69.fundar stjórnar SSNE þar sem m.a. er samþykkt sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2025-2029.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:10.