Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarstjóði - Íþróttaskóli

Málsnúmer 2501017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10.01.2025

Fyrir liggur erindi frá Halldóri Ingvari Guðmundssyni þar sem óskað er eftir framlagi til íþróttaskóla barna í formi afnota af íþróttamannvirkjum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttasalnum í Ólafsfirði fyrir íþróttaskóla barna en leggur áherslu á að undirbúningstími fyrir námskeiðin og námskeiðstími sé í samfellu þannig að salurinn sé ekki upptekinn að óþörfu með engri notkun á opnunartíma.
Forstöðumanni íþróttamiðstöðvar falið að útfæra úthlutun tíma í samræmi við ákvörðun bæjarráðs.

Bæjarráð beinir því til allra umsækjanda að virða umsóknarfresti sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun ársins.