Starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2501019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 858. fundur - 10.01.2025

Fyrir liggur minnisblað frá bæjarstjóra um starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna og tillaga að úrlausn þegar yfirhafnarvörður lætur af störfum 31.janúar n.k.
Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti þá tillögu að úrlausn á mönnun Fjallabyggðahafna sem fyrir liggur en leggur áherslu á að auglýst verði með almennum hætti eftir áhugasömum aðilum, sbr. tillaga 3 í minnisblaði. Málinu vísað til umfjöllunar í hafnarstjórn.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 149. fundur - 20.01.2025

Fyrir liggur minnisblað og tillaga um úrlausn varðandi mönnun Fjallabyggðahafna en málinu var vísað til hafnarstjórnar af bæjarráði.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs, þ.e. að verkefnum hafnarinnar verði útvistað að hluta á álagstímum með það að markmiði að auka hagræði í rekstri. Hafnarstjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 150. fundur - 05.03.2025

Hafnarstjóri greindi frá því að tveir aðilar hefðu sýnt því áhuga að sinna þeim verkefnum hafnarinnar sem auglýst var eftir, þ.e. Síldarminjasafnið og FMS.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjóra falið að setja upp drög að samstarfssamningum við Síldarminjasafnið og FMS um að sinna þeim verkefnum hafnarinnar sem auglýst var eftir og leggja fyrir hafnarstjórn á næsta fundi.