Hafnarstjórn Fjallabyggðar

150. fundur 05. mars 2025 kl. 16:15 - 17:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varaformaður
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Andri Viðar Víglundsson aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson hafnarstjóri

1.Starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2501019Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri greindi frá því að tveir aðilar hefðu sýnt því áhuga að sinna þeim verkefnum hafnarinnar sem auglýst var eftir, þ.e. Síldarminjasafnið og FMS.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjóra falið að setja upp drög að samstarfssamningum við Síldarminjasafnið og FMS um að sinna þeim verkefnum hafnarinnar sem auglýst var eftir og leggja fyrir hafnarstjórn á næsta fundi.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Í gjaldskrá hafnarinnar er getið um förgunargjald á sorpi en gjaldið ekki útfært nánar auk þess sem annað gjald er sorphirðugjald og gætir því ákveðins misræmis í gjaldskránni.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjóra falið að fara yfir gjaldskránna í samráði við fjármálastjóra Fjallabyggðar og starfsmenn hafnarinnar og leggja til úrbætur fyrir hafnarstjórn.

3.Óskarsbryggja lenging viðlegukants og varnargarðs - tillaga

Málsnúmer 2503003Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga varðandi hugsanlega lengingu á Óskarsbryggju, lengingu á varnargarði við Öldubrjót og landfyllingu til suðurs í samræmi við skipulag.

Samþykkt
Hafnarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að óska eftir því við Vegagerðina að fram fari könnun og kostnaðarmat á mögulegri lengingu á varnargarði við Öldubrjót auk lengingu á Óskarsbryggju og landfyllingu til suðurs í samræmi við skipulag.

4.Tjón á vigtaskúr og búnaði vegna óveðurs

Málsnúmer 2503001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tjónmatsgerð frá tryggingafélagi vegna tjóns sem varð á vigtarskúr í óveðri í febrúar.
Lagt fram til kynningar
Tryggingafélagið mun sjá um viðgerð á því tjóni sem varð á vigtarskúrnum á Siglufirði í óveðrinu.

5.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025.

Málsnúmer 2502003Vakta málsnúmer

Með fundarboði voru fundargerðir Hafnasambands Íslands frá fundum 468 og 469 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Til kynningar

6.Myndavélakerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 2310069Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri upplýsti að útlit er fyrir að loks verði myndavélakerfi við Fjallabyggðarhafnir virkt og verði þar með mögulegt að setja myndefni inn á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Hafnarstjórn fagnar því að myndavélakerfi hafnanna verði virkt eins og búið var að gera ráð fyrir og verði myndefni úr höfninni jafnframt aðgengilegt á heimasíðu Fjallabyggðar.

7.Viðbragðsáætlun Fjallabyggðahafna 2025

Málsnúmer 2502034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla um bráðamengun 2024 í Fjallabyggðarhöfnum og viðbragðsáætlanir fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar
Til kynningar

8.Aflatölur 2025

Málsnúmer 2503012Vakta málsnúmer

Til kynningar eru aflatölur það sem af er árinu 2025 en samtals hefur verið landað á Siglufirði og Ólafsfirði um 750 tonnum frá áramótum en á sama tíma í fyrra var aflinn um 1.040 tonn og er því umtalsverður samdráttur á lönduðum afla.
Lagt fram til kynningar
Til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:15.