Myndavélakerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 2310069

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 140. fundur - 01.11.2023

Hugsanleg endurnýjun á myndavélakerfi Fjallabyggðarhafna.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjórn beinir því til yfirhafnarvarðar að skoða nýtt myndavélakerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir og leggja fyrir næsta fund stjórnarinnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 144. fundur - 19.02.2024

Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu mála vegna myndavélakerfis fyrir hafnirnar, sem pantað var í byrjun árs. Málið hefur dregist fram úr hófi og harmar hafnarstjórn seinaganginn en söluaðilinn hefur ekki staðið við afhendingu. Yfirhafnarverði falið að koma málinu í réttan farveg.