Hafnarstjórn Fjallabyggðar

144. fundur 19. febrúar 2024 kl. 16:15 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Myndavélakerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 2310069Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu mála vegna myndavélakerfis fyrir hafnirnar, sem pantað var í byrjun árs. Málið hefur dregist fram úr hófi og harmar hafnarstjórn seinaganginn en söluaðilinn hefur ekki staðið við afhendingu. Yfirhafnarverði falið að koma málinu í réttan farveg.

2.Aflatölur 2024

Málsnúmer 2402035Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár.
Á Siglufirði höfðu þann 18 febrúar 2024, 974,2 tonn borist á land í 22 löndunum. Samtímatölur fyrra árs eru 1602 tonn 34 löndunum. Engum afla hefur verið landað á Ólafsfirði það sem af er ári.

3.Beiðni um lækkun gjaldskrár

Málsnúmer 2402010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ísfélaginu hf, vegna beiðnar um lækkun á gjaldskrá hafnarsjóðs Fjallabyggðar.
Hafnarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs frá 9.2.2024 og vísar málinu til fullnaðarafgreiðslu hjá bæjarstjórn.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Guðmundur Gauti Sveinsson situr hjá.

4.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2024

Málsnúmer 2401078Vakta málsnúmer

Fyrir tekið erindi frá Hoppland þar sem óskað er eftir að fá að staðsetja dýfingarpalla og stökkpalla við bryggjuna í Ólafsfirði helgina 27-28 júlí.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að settur verði dýfingarpallur/stökkpallur við bryggjuna í Ólafsfirði en ítrekar að fyllsta öryggis verði gætt við notkun þeirra. Staðsetning verði í samráði við yfirhafnarvörð.

Yfirhafnarverði falið að taka saman lista yfir helstu verkefni sumarsins hvað varðar framkvæmdir og viðhald.

Hafnarstjórn samþykkir að yfirhafnarvörður taki að sér verkefni hafnsögumanns við Fjallabyggðarhafnir þegar þess er óskað.

5.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024.

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Fundargerð 460. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Siglingavernd 2024

Málsnúmer 2401023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð stjórnar Hafnasambands Íslands á 44. hafnasambandsþings.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Málþing um íslenska strandmenningu

Málsnúmer 2402028Vakta málsnúmer

Málþing verður haldið mánudaginn 4 mars í tónlistarskólanum á Akranesi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Löndunarkrani - þykktarmæling

Málsnúmer 2402031Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla vegna þykktarmælingar á löndunarkrana við Togarabryggju.
Yfirhafnarverði falið að leita tilboða vegna endurbóta á krananum. Reikna skal með að kraninn verði tilbúinn til notkunar eigi síðar en 15 mars.

Fundi slitið - kl. 17:00.