Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 14.11.2024

Vísað til bæjarráðs
Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsmáladeildar fyrir árið 2025. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15.11.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2025. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar. Gjaldskrár sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu hækka að jafnaði um 3,5%.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár og vísar þeim til umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra og formanna nefnda að vinnu nefndanna verði lokið fyrir 22. nóvember og gjaldskrám skilað fyrir þann tíma til bæjarráðs.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 18.11.2024

Tillögur að gjaldskrám fræðslu- og frístundamála lagðar fram.
Samþykkt
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri grunnskóla og Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri leikskóla sátu undir þessum dagskrárlið.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025 fyrir sitt leyti.