Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 14.11.2024

Vísað til bæjarráðs
Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsmáladeildar fyrir árið 2025. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15.11.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2025. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar. Gjaldskrár sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu hækka að jafnaði um 3,5%.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár og vísar þeim til umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra og formanna nefnda að vinnu nefndanna verði lokið fyrir 22. nóvember og gjaldskrám skilað fyrir þann tíma til bæjarráðs.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 18.11.2024

Tillögur að gjaldskrám fræðslu- og frístundamála lagðar fram.
Samþykkt
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri grunnskóla og Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri leikskóla sátu undir þessum dagskrárlið.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025 fyrir sitt leyti.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20.11.2024

Lagðar fram til umsagnar, tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2025.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025 fyrir sitt leiti.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 21.11.2024

Farið yfir tillögur að gjaldskrám 2025.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025 fyrir sitt leyti.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 148. fundur - 21.11.2024

Með fundarboði Hafnarstjórnar fylgdi tillaga að gjaldskrá Hafnarsjóðs fyrir 2025. Tillagan felur í sér 6% hækkun að jafnaði á þjónustugjöldum Hafnarsjóðs.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að gjaldskrá Hafnarsjóðs, en leggur til að þangi og þara verði bætt við 1. fl. 10. gr. gjaldskrárinnar og að þaramjöl verði fært undir 2. fl. 10. gr.
Tillögunni er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 854. fundur - 26.11.2024

Á 852. fundi bæjarráðs var tillögum að gjaldskrám fyrir árið 2025 vísað til umfjöllunar í fastanefndum. Gjaldskrár hafa verið teknar til umfjöllunar í nefndum og eru þær nú lagðar fyrir bæjarráð að nýju. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar. Gjaldskrár sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu hækka að jafnaði um 3,5%.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám 2025 og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 854. fundur - 26.11.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda 2025 ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti. Í tillögunum er lagt til að sorphirðugjald hækki úr kr. 73.700 í kr. 95.000. Tekjumörk fyrir afslætti hækka í samræmi við launavísitölu og hámarks afsláttur af fasteignaskatti hækki úr kr. 90.000 í kr. 100.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa álagningarreglum fasteignagjalda og reglum um afslátt af fasteignaskatti 2025 til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Á 852. fundi bæjarráðs var tillögum að gjaldskrám fyrir árið 2025 vísað til umfjöllunar í fastanefndum. Gjaldskrár hafa verið teknar til umfjöllunar í nefndum og eru þær nú lagðar fyrir bæjarráð að nýju. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar. Gjaldskrár sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu hækka að jafnaði um 3,5%.

Á 854. fundi sínum samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að gjaldskrám 2025, þar sem þeim var vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu tillögur að gjaldskrám 2025 ásamt afgreiðslu nefndna á tillögum.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er gjaldskránum vísað til frekari undirbúnings samhliða fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Á 854. fundi bæjarráðs voru samþykktar tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda 2025 ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti. Í tillögunum er lagt til að sorphirðugjald hækki úr kr. 73.700 í kr. 95.000. Tekjumörk fyrir afslætti hækka í samræmi við launavísitölu og hámarks afsláttur af fasteignaskatti hækki úr kr. 90.000 í kr. 100.000.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að álagningarreglum fasteignagjalda til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er álagningarreglum fasteignagjalda vísað til frekari undirbúnings samhliða fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 251. fundur - 12.12.2024

Gjaldskrár
Á 854. fundi sínum samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að gjaldskrám 2025, þar sem þeim var vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti á 250. fundi sínum að vísa fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Álagningarreglur fasteignagjalda 2025 og reglur um afslátt af fasteignaskatti
Á 854. fundi bæjarráðs voru samþykktar tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda 2025 ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti. Bæjarstjórn samþykkti á 250. fundi sínum að vísa fyrirliggjandi tillögum að álagningarreglum fasteignagjalda til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er álagningarreglum fasteignagjalda vísað til frekari undirbúnings samhliða fjárhagsáætlun.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Framlagðar gjaldskrár og álagningarreglur fasteignagjalda eru samþykktar með 7 atkvæðum.