Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

146. fundur 18. nóvember 2024 kl. 15:30 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varam.
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Jakob Örn Kárason varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns nefndarinnar.

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar, mfl. 04 og 06 fyrir árið 2025.
Samþykkt
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri grunnskóla og Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri leikskóla sátu undir þessum dagskrárlið.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2025 fyrir sitt leyti.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Tillögur að gjaldskrám fræðslu- og frístundamála lagðar fram.
Samþykkt
Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri grunnskóla og Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri leikskóla sátu undir þessum dagskrárlið.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025 fyrir sitt leyti.

3.Húsnæðismál Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2411089Vakta málsnúmer

Beiðni frá skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar um breytingar í húsnæðis- og lóðamálum leikskólans Leikhóla Ólafsfirði. Breytingar á húsnæði snúa að auknu rými fyrir starfsemina og horft verði annars vegar til framtíðar með viðbyggingu við skólann eða með lausum kennslustofum.
Vísað til bæjarráðs
Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar sat undir þessum dagskrárlið.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar skólastjóra fyrir innsent erindi og tekur undir mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á leikskólahúsnæði Leikhóla. Starfsemin býr við mjög þröngan kost og fyrirséð er að enn þrengi að. Nefndin leggur áherslu á að gerð verði þarfagreining á framtíðarfyrirkomulagi húsnæði leikskólans.
Þá óskar skólastjóri eftir að gerðar verði breytingar á leikskólalóð Leikhóla meðal annars með því að fjarlægja hlaðin gróðurker og í þeirra stað verði sett upp þrautabraut fyrir nemendur leikskólans.

Fundi slitið - kl. 18:15.