Húsnæðismál Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2411089

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 18.11.2024

Beiðni frá skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar um breytingar í húsnæðis- og lóðamálum leikskólans Leikhóla Ólafsfirði. Breytingar á húsnæði snúa að auknu rými fyrir starfsemina og horft verði annars vegar til framtíðar með viðbyggingu við skólann eða með lausum kennslustofum.
Vísað til bæjarráðs
Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar sat undir þessum dagskrárlið.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar skólastjóra fyrir innsent erindi og tekur undir mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á leikskólahúsnæði Leikhóla. Starfsemin býr við mjög þröngan kost og fyrirséð er að enn þrengi að. Nefndin leggur áherslu á að gerð verði þarfagreining á framtíðarfyrirkomulagi húsnæði leikskólans.
Þá óskar skólastjóri eftir að gerðar verði breytingar á leikskólalóð Leikhóla meðal annars með því að fjarlægja hlaðin gróðurker og í þeirra stað verði sett upp þrautabraut fyrir nemendur leikskólans.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 853. fundur - 22.11.2024

Á 146. fundi sínum, 18.11.2024, vísaði fræðslu- og frístundanefnd innsendu erindi frá skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs. Erindið varðar ósk um úrbætur í húsnæðismálum Leikhóla ásamt lagfæringu á lóð skólans.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð felur tæknideild að kostnaðarmeta þær hugmyndir um framkvæmdir við Leikhóla í Ólafsfirði sem fram koma í erindi frá leikskólastjóra Fjallabyggðar og í bókun fræðslu- og frístundanefndar. Kostnaðarmati tæknideildar vísað til framkvæmda- og fjárhagsáætlunar 2025.