Hafnarstjórn Fjallabyggðar

148. fundur 21. nóvember 2024 kl. 16:15 - 17:36 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varaformaður
  • Ægir Bergsson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Jón Kort Ólafsson varam.
Starfsmenn
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir hafnarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Aflatölur 2024

Málsnúmer 2402035Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár.
Á Siglufirði höfðu þann 19. nóvember 2024, 10.604 tonn borist á land í 1225 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 13.701 tonn í 1.128 löndunum.
Á Ólafsfirði höfðu 133,7 tonn borist á land í 116 löndunum þann 19. nóvember 2024, samtímatölur fyrra árs eru 134,7 tonn í 122 löndunum.
Þá hefur frosinni rækju verið landað samtals 2.810 tonn árið 2024 í 6 löndunum. Til samanburðar var frosinni rækju samtals 1.396 tonnum landað í 3 löndunum árið 2023. Rækjan er ekki inni í löndunartölum.

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

2.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt frá yfirhafnarverði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir góða samantekt. Yfirhafnarverði falið að óska eftir verðtilboði í lýsingu við neyðarstiga.

3.Uppsögn á starfi - yfirhafnarvörður

Málsnúmer 2410114Vakta málsnúmer

Með fundarboði Hafnarstjórnar fylgdi uppsagnarbréf yfirhafnarvarðar. Síðasti starfsdagur hans mun verða 31. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Með fundarboði Hafnarstjórnar fylgdi tillaga að gjaldskrá Hafnarsjóðs fyrir 2025. Tillagan felur í sér 6% hækkun að jafnaði á þjónustugjöldum Hafnarsjóðs.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að gjaldskrá Hafnarsjóðs, en leggur til að þangi og þara verði bætt við 1. fl. 10. gr. gjaldskrárinnar og að þaramjöl verði fært undir 2. fl. 10. gr.
Tillögunni er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Með fundarboði Hafnarstjórnar fylgdi tillaga að rammáætlun fjárhagsáætlunar Hafnarsjóðs Fjallabyggðar, mfl. 41 fyrir árið 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024.

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Fundargerðir Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og fundargerðir 2024

Málsnúmer 2409109Vakta málsnúmer

Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Vigtarskúr

Málsnúmer 2406018Vakta málsnúmer

Með fundarboði Hafnarstjórnar fylgdi tilboð ásamt teikningum frá Stólpa Gámum af einangruðu 20 fm húsi. Þar auki voru lagðar fram tillögur starfsmanna Fjallabyggðarhafna að nauðsynlegum fjárfestingum og viðhaldsverkefnum.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

9.Hafnasambandsþing 2024

Málsnúmer 2401043Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi vefslóð inn á úttekt og greiningu á fjárhagsstöðu íslenskra hafna, sem kynnt var á nýafstöðnu hafnasambandsþingi;
https://hafnasamband.is/skyrslur/fjarhagsstada-islenskra-hafna-2023/
En þar er að finna gagnlegar upplýsingar og tölulegar upplýsingar varðandi þær hafnir sem eiga aðild að Hafnasambandi Íslands.
Lagt fram til kynningar
Hafnarsambandsþing var haldið í Hofi 24. og 25. október. Fyrir hönd Fjallabyggðarhafna sóttu þingið Hafnarstjóri og formaður Hafnarstjórnar.

10.Siglingavernd 2024

Málsnúmer 2401023Vakta málsnúmer

Fréttabréf Siglingaverndar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Varðandi afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2409074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi AECO frá 6. september þar sem farið er yfir möguleg áhrif af afnámi tollfrelsis fyrir skemmtiferðaskip frá og með 1. janúar 2025. Afleiðing gæti orðið að margar hafnir missi fjölda skipakoma.
Lagt fram til kynningar
Stjórn Fjallabyggðahafna hvetur stjórnvöld til að fresta innleiðingu gjaldtöku fyrir farþega skemmtiferðaskipa og gefa höfnum þannig meiri tíma til aðlögunar. Ljóst er að ef verður af þessum breytingum þá getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir hafnirnar á minni ferðamannastöðum og fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.

12.Bókun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga -

Málsnúmer 2410112Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem samþykkt var á stjórnarfundi 22. október 2024 og varðar áhyggjur af áhrifum mögulegs loðnubrests á íslenskt efnahagslíf auk mikilla áhrifa hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem uppsjávarvinnsla er ein af meginstoðum atvinnulífsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2024

Málsnúmer 2401078Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við Innri höfn á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:36.