Bæjarstjórn Fjallabyggðar

250. fundur 28. nóvember 2024 kl. 17:00 - 19:06 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Jakob Kárason varafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar
Í upphafi fundar lagði forseti fram tillögu um að taka mál "2411116 - Viðræðuhópur Fjallabyggðar og Selvíkur ehf." sem 22. mál á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 850. fundur - 1. nóvember 2024

Málsnúmer 2410012FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 6 liðum.
Til afgreiðslu er liður 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 1.3 2410124 Beiðni um styrk frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 850. fundur - 1. nóvember 2024 Þar sem KF hefur ekki aðstöðu til að stunda æfingar innan sveitarfélagsins að vetri til er lagt til að styrka félagið um allt að kr. 1.700.000, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu. Bæjarráð samþykkir framlagða reikninga vegna leigu á æfingaaðstöðu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411002FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5 og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 2.3 2410104 Afnot slökkviliðs af húsnæði við Siglufjarðarflugvöll.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti afnot slökkviliðs af húsnæði flugvallarins til eins árs. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.4 2410098 Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024. Bæjarráð samþykkir drög að erindisbréfi vinnuhóps um gjaldfrjálsan leikskóla. Hópinn munu skipa:
    Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar,
    Björk Óladóttir deildarstjóri í stjórnendateymi Leikskóla Fjallabyggðar, fulltrúi/fulltrúar skipaðir af fræðslu- og frístundanefnd, Sigríður Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar og
    Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.5 2411003 Aðstöðugámur á gámasvæðið Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024. Bæjarráð samþykkir tillögu tæknideildar um kaup á aðstöðugámi á gámasvæðið á Siglufirði. Bókun fundar Eftir nánari skoðun liggur fyrir ný tillaga tæknideildar um að ráðist verði í endurbætur á núverandi aðstöðuhúsi í stað þess að kaupa nýtt.
    Bæjarstjórn samþykkir tillögu tæknideildar með 7 atkvæðum.
  • 2.7 2304029 Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024. Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til samtals um sameiginlega skrifstofu um skipulags- og byggingarfulltrúa án frekari skuldbindingar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir afgreiðslu fundargerðarinnar.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 3.1 2410119 Verðtilboð í ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15. nóvember 2024. S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

    Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboðum Lavar ehf. í ræstingar verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.

    Um er að ræða ræstingu á eftirtöldum stofnunum og starfsstöðvum:

    Ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar fyrir kr. 17.376.383,-

    Ræstingu á starfstöð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu fyrir kr. 37.224.310,-

    Ræstingu á Leikskálum fyrir kr. 40.079.400,-
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
  • 3.3 2309099 Foktjón - Aðalgata 6B
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15. nóvember 2024. Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðni eigenda um uppkaup á eigninni. Bæjarráð beinir því til eigenda að tryggja að frekara tjón hljótist ekki vegna ástands hennar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 853. fundur - 22. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411010FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 5 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • 4.1 2405032 Erindi frá stjórn Leyningsáss ses
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 853. fundur - 22. nóvember 2024. Frá og með síðasta ári hefur Fjallabyggð fjármagnað uppbyggingu, rekstur og viðhald á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
    Við ákvörðun á framtíðarfyrirkomulagi í tengslum við þau svæði sem í dag eru í eigu Leyningsáss þá kom fram í umræðum á fundinum að skynsamlegt væri að stofnuð yrði viðræðunefnd um framtíðarfyrirkomulag. Bæjarráð leggur til að sveitarfélagið tilnefni 2 fulltrúa og Leyningsás ses 2 fulltrúa um framhaldið og starfsmaður hópsins verði Skrifstofustjóri sveitarfélagsins. Sú nefnd hefji störf eigi síðar en 1.desember n.k. með það að markmiði að leggja fram tillögur eigi síðar en 1.febrúar 2025.
    Bæjarráð skipar Tómas Atla Einarsson og Guðjón M. Ólafsson í viðræðunefndina.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.3 2411090 Styrkbeiðni - Tales of the Nature Spirits, Connecting with the realms around us for future generations
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 853. fundur - 22. nóvember 2024. Bæjarráð þakkar innsent erindi en sér sér ekki fært að verða við beiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 854. fundur - 26. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 5.1 2405032 Erindi frá stjórn Leyningsáss ses
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 854. fundur - 26. nóvember 2024. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum. Bókun fundar Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins en felur bæjarráði að fullnaðarafgreiða þríhliða samkomulag milli aðila máls um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal.
  • 5.6 2406050 Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 854. fundur - 26. nóvember 2024. Bæjarráð þakkar tæknideild fyrir minnisblaðið og samþykkir að eftirstöðvar framkvæmda verði fluttar til 2025. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 30. október 2024.

Málsnúmer 2410010FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 18. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411003FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í þremur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

8.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 14. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411007FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í tveimur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

9.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 5. nóvember 2024.

Málsnúmer 2410013FVakta málsnúmer

Fundargerð yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

10.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 19. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411005FVakta málsnúmer

Fundargerð yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411009FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 19 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 4, 5, 6, 7, 13 og 14.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 11.1 2409020 Breyting á aðalskipulagi vegna Vetrarbrautar 8-10
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024. Arnar Þór Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.
    Erindi samþykkt
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 11.2 2411088 Breyting á deilskipulagi vegna vetrarbraut 8-10
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024. Arnar Þór Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.
    Erindi samþykkt
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 11.4 2411078 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Suðurgata 53
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 11.5 2411080 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hlíðarvegur 7c
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 11.6 2411079 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hlíðarvegur 7b
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 11.7 2410064 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hverfisgata 29
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 11.13 2410123 Umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Ingu Hildu Ólfjörð Káradóttur
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 11.14 2411077 Umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Svövu Jónsdóttur
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20. nóvember 2024. Pálmi Blængsson vék af fundi undir þessum lið.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

12.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 148. fundur - 21. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411008FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 13 liðum.
Til afgreiðslu er liður 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Helgi Jóhannsson tóku til máls undir 11. lið fundargerðarinnar.
  • 12.11 2409074 Varðandi afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 148. fundur - 21. nóvember 2024. Stjórn Fjallabyggðahafna hvetur stjórnvöld til að fresta innleiðingu gjaldtöku fyrir farþega skemmtiferðaskipa og gefa höfnum þannig meiri tíma til aðlögunar. Ljóst er að ef verður af þessum breytingum þá getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir hafnirnar á minni ferðamannastöðum og fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Bókun fundar Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu að bókun:
    Bæjarstjórn tekur undir bókun hafnarstjórnar um mikilvægi þess að fresta innleiðingu gjaldtöku fyrir farþega skemmtiferðaskipa og gefa höfnum meiri tíma til aðlögunar þar sem þessar breytingar geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir hafnir á minni ferðamannastöðum og uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
    Samþykkt með 6 atkvæðum. Helgi Jóhannsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

13.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 21. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411004FVakta málsnúmer

Fundargerð markarðs- og menningarnefndar er í 4 liðum.
Til afgreiðslu er liður 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
  • 13.4 2410001 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2025
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 21. nóvember 2024. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2025.
    Nokkrar tilnefningar bárust nefndinni og þakkar hún fyrir þær. Einnig þakkar nefndin fráfarandi bæjarlistamanni, Ástþóri Árnasyni, fyrir framlag hans til menningar og lista.
    Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Kristínu R. Trampe bæjarlistamann Fjallabyggðar 2025. Nefndin óskar Kristínu til hamingju með útnefninguna. Bæjarlistamaður verður útnefndur formlega við afhendingu menningarstyrkja í ársbyrjun 2025.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar með 7 atkvæðum.
    Bæjarstjórn óskar Kristínu R. Trampe til hamingju með útnefninguna.

14.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2025.
Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2025 er lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Þjónustumiðstöðvar og Eignasjóðs. Í B-hluta eru Veitustofnun, Hafnarsjóður, Íbúðasjóður og Hornbrekka, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð bæjarfélagsins. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Fjallabyggðar nemi 4.553 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 3.760 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 4.320 m.kr., þar af A-hluti 3.627 m.kr.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum:

  • Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára þ.e. 14,70%.

  • Hækkun útsvarstekna er áætluð 7%.

  • Álagningarhlutföll fasteignaskatta, lóðarleigu, vatns- og fráveitugjalda eru óbreytt milli ára.

  • Sorphirðugjöld hækka í kr. 95.000 úr kr. 73.700 kr. í kjölfar nýrra laga um úrgangsmál og til þess að mæta kostnaði við rekstur grenndarstöðva og gámasvæða.

  • Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar. Gjaldskrár sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu hækka að jafnaði um 3,5%.

  • Varðandi launakostnað er talsverð óvissa þar sem margir kjarasamningar eru enn óundirritaðir. En í áætluninni er tekið mið af gildandi kjarasamningum og hækkanir um umsamdar launahækkanir.

  • Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækkar, og verður að hámarki kr. 100.000.

  • Tekjumörk fyrir afslætti hækka í samræmi við launavísitölu.

  • Frístundastyrkur fyrir börn á aldrinum 4 - 18 ára hækkar í kr. 50.000 úr kr. 47.500.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 234 m.kr. Afskriftir nema 235 m.kr. og fjármagnstekjur umfram fjármunagjöld 3,5 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 2,1 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 133 m.kr. Afskriftir nema 173 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 30 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 11 m.kr.

Eignir Fjallabyggðar eru áætlaðar í árslok 2025, 6.200 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 4.900 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.683 m.kr. Þar af hjá A-hluta 2.810 m.kr. Eigið fé er áætlað 4.625 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 63,3%. Eigið fé A-hluta er áætlað 3.819 m.kr. og eiginfjárhlutfall 57,6%. Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 346 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 432 m.kr.
Skuldaviðmið Fjallabyggðar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 31,0%. Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir 440 m.kr. fjárfestingu á árinu 2025.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2026-2028 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2026 eru 4.730 m.kr., fyrir árið 2027 4.903 m.kr. og fyrir árið 2028 5.081 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2026 um 52 m.kr., fyrir árið 2027 um 81 m.kr. og fyrir árið 2028 um 102 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2026 verði 454 m.kr., fyrir árið 2027 verði það 478 m.kr. og fyrir árið 2028 verði það 503 m.kr.

Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Ingvarsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er áætlun vísað til frekari undirbúnings með fram komnum breytingatillögum til bæjarstjóra og deildarstjóra

15.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Á 852. fundi bæjarráðs var tillögum að gjaldskrám fyrir árið 2025 vísað til umfjöllunar í fastanefndum. Gjaldskrár hafa verið teknar til umfjöllunar í nefndum og eru þær nú lagðar fyrir bæjarráð að nýju. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar. Gjaldskrár sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu hækka að jafnaði um 3,5%.

Á 854. fundi sínum samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að gjaldskrám 2025, þar sem þeim var vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu tillögur að gjaldskrám 2025 ásamt afgreiðslu nefndna á tillögum.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er gjaldskránum vísað til frekari undirbúnings samhliða fjárhagsáætlun.

16.Álagningarreglur fasteignagjalda 2025 og reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Á 854. fundi bæjarráðs voru samþykktar tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda 2025 ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti. Í tillögunum er lagt til að sorphirðugjald hækki úr kr. 73.700 í kr. 95.000. Tekjumörk fyrir afslætti hækka í samræmi við launavísitölu og hámarks afsláttur af fasteignaskatti hækki úr kr. 90.000 í kr. 100.000.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að álagningarreglum fasteignagjalda til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er álagningarreglum fasteignagjalda vísað til frekari undirbúnings samhliða fjárhagsáætlun.

17.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Á 249. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn Fjallabyggðar. Drögin voru lögð fram til kynningar.
Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn Fjallabyggðar sem lögð eru fram til fyrri umræðu.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa endurskoðun um samþykkt bæjarstjórnar til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er bæjarráði falið að vinna samþykktirnar með framkomnum breytingartillögum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar árið 2025.

18.Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 til umfjöllunar í sveitarstjórnum

Málsnúmer 2411082Vakta málsnúmer

Á 852. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi og drög Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) vegna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029. Drögin að sóknaráætluninni eru send til umfjöllunar í sveitarstjórn og er óskað eftir því að athugasemdir eða ábendingar varðandi drögin berist til SSNE fyrir 6. desember nk.
Bæjarráð vísaði drögum að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 til bæjarstjórnar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025- 2029.

19.Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar.

Málsnúmer 2303057Vakta málsnúmer

Á 851. fundi bæjarráðs voru tekin fyrir drög að breytingum á áður samþykktum reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Breytingarnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands þann 7. október 2024. Breytingar á fyrrgreindum reglum snúa að nýju starfsheiti stjórnanda Barnaverndarþjónustunnar ásamt því að vísað er í viðmið um greiðslu til lögmanna svo ekki þurfi að uppfæra reglurnar árlega með tilliti til þeirra.
Bæjarráð samþykkir drögin eins og þau liggja fyrir og vísaði þeim til bæjarstjórnar.

S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar á reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðulands.

20.Innköllun hluta lóða við Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit 46 SR

Málsnúmer 2411076Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu innsend bréf Róberts Guðfinnssonar f.h. Genís hf. og dótturfélag þess Þeysils ehf. varðandi ákvörðun bæjarstjórnar frá 29. október 2024 um að leysa til sína hluta lóðanna að Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit SR46, sem falla innan lóðarinnar að Skipagötu 3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar. Bréfin eru dagsett 13. nóvember, 18. nóvember og 22. nóvember 2024. Skipulags- og umhverfisnefnd hafði áður lagt framangreint til við bæjarstjórn í máli 2410053, eftir að ósk hafði borist frá Primex, dags. 4. október sl., um að fyrirtækið hefði hug á að stækka núverandi verksmiðju um 2/3 sem næst Óskarsgötu 7.
Í bréfinu er farið fram á afturköllun ákvörðunar bæjarstjórnar frá 29. október 2024 um framangreindar lóðir.

S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela bæjarstjóra að óska eftir lögfræðiáliti í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

21.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar.

Málsnúmer 2404009Vakta málsnúmer

Á 852. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um styrkveitingu til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri fyrir árið 2025. Í erindinu er lagt til þrískipt framlag eftir stærð sveitarfélaga og að sveitarfélög með 1000-5000 íbúa leggi fram 600 þúsund króna styrk til starfseminnar.
Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti að framlag ársins 2025 verði kr. 600.000, en vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir að framlag fyrir árið 2025 verði 600.000 kr og gert verði ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun.

22.Viðræðuhópur Fjallabyggðar og Selvíkur ehf.

Málsnúmer 2411116Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar leggur til að stofna viðræðuhóp um málefni Fjallabyggðar og Selvíkur ehf.

Forseti bæjarstjórnar leggur til að fulltrúar sveitarfélagsins í viðræðuhópnum skuli vera Tómas Atli Einarsson, fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar og Helgi Jóhannsson, fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:06.