Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5 og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.3
2410104
Afnot slökkviliðs af húsnæði við Siglufjarðarflugvöll.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024.
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti afnot slökkviliðs af húsnæði flugvallarins til eins árs.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.4
2410098
Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024.
Bæjarráð samþykkir drög að erindisbréfi vinnuhóps um gjaldfrjálsan leikskóla. Hópinn munu skipa:
Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar,
Björk Óladóttir deildarstjóri í stjórnendateymi Leikskóla Fjallabyggðar, fulltrúi/fulltrúar skipaðir af fræðslu- og frístundanefnd, Sigríður Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar og
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.5
2411003
Aðstöðugámur á gámasvæðið Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögu tæknideildar um kaup á aðstöðugámi á gámasvæðið á Siglufirði.
Bókun fundar
Eftir nánari skoðun liggur fyrir ný tillaga tæknideildar um að ráðist verði í endurbætur á núverandi aðstöðuhúsi í stað þess að kaupa nýtt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu tæknideildar með 7 atkvæðum.
.7
2304029
Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026
Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 8. nóvember 2024.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til samtals um sameiginlega skrifstofu um skipulags- og byggingarfulltrúa án frekari skuldbindingar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.