Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar.

Málsnúmer 2404009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 05.04.2024

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um styrkveitingu til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um styrkveitingu til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna.
Fram kemur að verkefnið er enn fjármagnað frá ári til árs með aðkomu fjárlaganefndar Alþingis og hefur ekki komist í fjárlög. Þá eru samtökin um rekstur Bjarmahliðar háð styrkjum frá einstaklingum og félagasmtökum.

Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Forseti leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 650 þúsund.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15.11.2024

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um styrkveitingu til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri fyrir árið 2025. Í erindinu er lagt til þrískipt framlag eftir stærð sveitarfélaga og að sveitarfélög með 1000-5000 íbúa leggi fram 600 þúsund króna styrk til starfseminnar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlag ársins 2025 verði kr. 600.000,-. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Á 852. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um styrkveitingu til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri fyrir árið 2025. Í erindinu er lagt til þrískipt framlag eftir stærð sveitarfélaga og að sveitarfélög með 1000-5000 íbúa leggi fram 600 þúsund króna styrk til starfseminnar.
Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti að framlag ársins 2025 verði kr. 600.000, en vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir að framlag fyrir árið 2025 verði 600.000 kr og gert verði ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun.