Bæjarráð Fjallabyggðar

852. fundur 15. nóvember 2024 kl. 10:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Þórir Hákonarson skrifstofustjóri
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson Deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Verðtilboð í ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði

Málsnúmer 2410119Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, þriðjudaginn 29. október 2024, kl. 11:00, í eftirfarandi verk:
"FJAL-2024-5: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði"
"FJAL-2024-6: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði"
"FJAL-2024-7: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði"
"FJAL-2024-8: Útboð: Ræsting í stofnunum Fjallabyggðar á Siglufirði"
Bjóðendur gátu boðið í hvert verk fyrir sig eða í öll verk saman og þá undir númerinu FJAL-2024-8.

Eftirfarandi tilboð bárust:
FJAL-2024-5: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði:
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, kr. 25.124.184 í reglulega ræstingu, auk einingaverðs í árleg þrif á gluggum.
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.
FJAL-2024-6: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði:
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, kr. 67.878.336 í reglulega ræstingu.
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.
FJAL-2024-7: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.

FJAL-2024-8: Útboð: Ræsting í stofnunum Fjallabyggðar á Siglufirði:
Lavar ehf.,
Ráðhús Fjallabyggðar, kr. 17.376.383,- í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum.
Grunnskóli Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði, kr. 37.224.310 í reglulega ræstingu, auk einingaverðs í árleg alþrif og bónun.
Leikskóli Fjallabyggðar, Leikskálar Siglufirði, kr. 40.079.400 í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif.
Allar upphæðir eru með virðisaukaskatti.

Deildarstjórar stjórnsýslu- og fjármáladeildar og fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar leggja til að gengið verði að verðtilboði lægstbjóðanda sem er í öllum tilvikum Lavar ehf.
Samþykkt
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboðum Lavar ehf. í ræstingar verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.

Um er að ræða ræstingu á eftirtöldum stofnunum og starfsstöðvum:

Ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar fyrir kr. 17.376.383,-

Ræstingu á starfstöð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu fyrir kr. 37.224.310,-

Ræstingu á Leikskálum fyrir kr. 40.079.400,-

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2025. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar. Gjaldskrár sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu hækka að jafnaði um 3,5%.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár og vísar þeim til umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra og formanna nefnda að vinnu nefndanna verði lokið fyrir 22. nóvember og gjaldskrám skilað fyrir þann tíma til bæjarráðs.

3.Foktjón - Aðalgata 6B

Málsnúmer 2309099Vakta málsnúmer

Í framhaldi af erindi Hilmars D. Valgeirssonar, varðandi eignina að Aðalgötu 6, var bæjarstjóra falið að óska eftir áliti lögfræðings sveitarfélagsins vegna málsins. Með fundarboði fylgir álit lögfræðingsins.
Synjað
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðni eigenda um uppkaup á eigninni. Bæjarráð beinir því til eigenda að tryggja að frekara tjón hljótist ekki vegna ástands hennar.

4.Innsent erindi - Eyrargata 3

Málsnúmer 2409039Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir minnisblað frá Eflu vegna úttektar á Eyrargötu 3.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð harmar það ástand sem komið er upp vegna þess að mygla greindist í húsnæði Frístundar við Eyrargötu 3. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að óska eftir aðgerðaráætlun leigusala um hvernig húsnæðinu verði komið í viðunandi ástand fyrir næsta fund bæjarráðs.

5.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2408001Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir kostnaðaráætlun varðandi endurbætur á íbúð nr. 112 í Skálarhlíð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur tæknideild að vinna málið áfram miðað við fyrirliggjandi gögn og umræður á fundinum.

6.Erindi frá stjórn Leyningsáss ses

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgir erindi frá Kolbeini Proppé, f.h. stjórnar Leyningsáss ses. er varðar m.a samninga um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal veturinn 2024-2025.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar stjórn Leyningsáss fyrir erindið vegna rekstrar skíðasvæðisins í Skarðsdal næstkomandi vetur. Bæjarráð tekur vel í erindi stjórnarinnar um aukið rekstrarframlag til reksturs svæðisins næsta vetur og felur skrifstofustjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð drög að samningi í samræmi við innsent minnisblað stjórnar Leyningsáss.

Hvað varðar ósk stjórnar félagsins um viðræður um framtíðarfyrirkomulag þá telur bæjarráð mikilvægt að verkefnahópur um Skíðasvæðið í Skarðsdal og stjórn félagsins komi inn á næsta fund bæjarráðs til samtals um framtíðarfyrirkomulag.

7.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar.

Málsnúmer 2404009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um styrkveitingu til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri fyrir árið 2025. Í erindinu er lagt til þrískipt framlag eftir stærð sveitarfélaga og að sveitarfélög með 1000-5000 íbúa leggi fram 600 þúsund króna styrk til starfseminnar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlag ársins 2025 verði kr. 600.000,-. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

8.Molta fundargerðir og gögn 2025.

Málsnúmer 2411075Vakta málsnúmer

Ný gjaldskrá Moltu sem taka á gildi frá 1. janúar 2025 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 til umfjöllunar í sveitarstjórnum

Málsnúmer 2411082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarféla og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) vegna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029. Drögin að sóknaráætluninni eru send til umfjöllunar í sveitarstjórn og er óskað eftir því að athugasemdir eða ábendingar varðandi drögin berist til SSNE fyrir 6. desember nk.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar drögum að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 til bæjarstjórnar.

10.Aðalfundur, vor- og haustráðstefna FENÚR 2024.

Málsnúmer 2403027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Fenúr, fagráðs um endurnýtingu úrgangs þar sem m.a. er vakin athygli á því að haustráðstefna Fenúr verður haldin fimmtudaginn 21. nóvember í Bragganum við Nauthólsvík.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðr 61. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.