Verðtilboð í ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði

Málsnúmer 2410119

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15.11.2024

Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, þriðjudaginn 29. október 2024, kl. 11:00, í eftirfarandi verk:
"FJAL-2024-5: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði"
"FJAL-2024-6: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði"
"FJAL-2024-7: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði"
"FJAL-2024-8: Útboð: Ræsting í stofnunum Fjallabyggðar á Siglufirði"
Bjóðendur gátu boðið í hvert verk fyrir sig eða í öll verk saman og þá undir númerinu FJAL-2024-8.

Eftirfarandi tilboð bárust:
FJAL-2024-5: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði:
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, kr. 25.124.184 í reglulega ræstingu, auk einingaverðs í árleg þrif á gluggum.
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.
FJAL-2024-6: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði:
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, kr. 67.878.336 í reglulega ræstingu.
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.
FJAL-2024-7: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.

FJAL-2024-8: Útboð: Ræsting í stofnunum Fjallabyggðar á Siglufirði:
Lavar ehf.,
Ráðhús Fjallabyggðar, kr. 17.376.383,- í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum.
Grunnskóli Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði, kr. 37.224.310 í reglulega ræstingu, auk einingaverðs í árleg alþrif og bónun.
Leikskóli Fjallabyggðar, Leikskálar Siglufirði, kr. 40.079.400 í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif.
Allar upphæðir eru með virðisaukaskatti.

Deildarstjórar stjórnsýslu- og fjármáladeildar og fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar leggja til að gengið verði að verðtilboði lægstbjóðanda sem er í öllum tilvikum Lavar ehf.
Samþykkt
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboðum Lavar ehf. í ræstingar verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.

Um er að ræða ræstingu á eftirtöldum stofnunum og starfsstöðvum:

Ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar fyrir kr. 17.376.383,-

Ræstingu á starfstöð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu fyrir kr. 37.224.310,-

Ræstingu á Leikskálum fyrir kr. 40.079.400,-