Verðtilboð í ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði

Málsnúmer 2410119

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15.11.2024

Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, þriðjudaginn 29. október 2024, kl. 11:00, í eftirfarandi verk:
"FJAL-2024-5: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði"
"FJAL-2024-6: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði"
"FJAL-2024-7: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði"
"FJAL-2024-8: Útboð: Ræsting í stofnunum Fjallabyggðar á Siglufirði"
Bjóðendur gátu boðið í hvert verk fyrir sig eða í öll verk saman og þá undir númerinu FJAL-2024-8.

Eftirfarandi tilboð bárust:
FJAL-2024-5: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði:
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, kr. 25.124.184 í reglulega ræstingu, auk einingaverðs í árleg þrif á gluggum.
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.
FJAL-2024-6: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði:
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, kr. 67.878.336 í reglulega ræstingu.
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.
FJAL-2024-7: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði
Kristalhreint ehf., ófullnægjandi tilboð barst.

FJAL-2024-8: Útboð: Ræsting í stofnunum Fjallabyggðar á Siglufirði:
Lavar ehf.,
Ráðhús Fjallabyggðar, kr. 17.376.383,- í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum.
Grunnskóli Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði, kr. 37.224.310 í reglulega ræstingu, auk einingaverðs í árleg alþrif og bónun.
Leikskóli Fjallabyggðar, Leikskálar Siglufirði, kr. 40.079.400 í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif.
Allar upphæðir eru með virðisaukaskatti.

Deildarstjórar stjórnsýslu- og fjármáladeildar og fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar leggja til að gengið verði að verðtilboði lægstbjóðanda sem er í öllum tilvikum Lavar ehf.
Samþykkt
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboðum Lavar ehf. í ræstingar verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.

Um er að ræða ræstingu á eftirtöldum stofnunum og starfsstöðvum:

Ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar fyrir kr. 17.376.383,-

Ræstingu á starfstöð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu fyrir kr. 37.224.310,-

Ræstingu á Leikskálum fyrir kr. 40.079.400,-

Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 06.12.2024

Á 852. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboðum Lavar ehf. í ræstingar verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.

Um er að ræða ræstingu á eftirtöldum stofnunum og starfsstöðvum:
Ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar, ræstingu á starfstöð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu og ræstingu á Leikskálum Siglufirði.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að verksamningum við Lavar ehf., sem lagðir eru fram til staðfestingar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningum og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.