Innsent erindi - Eyrargata 3

Málsnúmer 2409039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 843. fundur - 13.09.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Gurrýjar Önnu Ingvarsdóttur er varðar ástand húsnæðisins að Eyrargötu 3 sem notað er í starfi lengdrar viðveru grunnskólans á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Gurrý Önnu Ingvarsdóttur fyrir innsent erindi.
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um stöðu málsins m.t.t. ábendinga Gurrýjar og fyrri ákvarðana sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 844. fundur - 20.09.2024

Á 843. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Gurrýjar Önnu Ingvarsdóttur er varðar ástand húsnæðisins að Eyrargötu 3 sem notað er í starfi lengdrar viðveru grunnskólans á Siglufirði.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um stöðu málsins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir komuna á fundinn og yfirferð á þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið að beiðni sveitarfélagsins. Deildarstjóra falið að vinna málið áfram þar til framkvæmdum er að fullu lokið og leggja uppfært minnisblað fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15.11.2024

Með fundarboði fylgir minnisblað frá Eflu vegna úttektar á Eyrargötu 3.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð harmar það ástand sem komið er upp vegna þess að mygla greindist í húsnæði Frístundar við Eyrargötu 3. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að óska eftir aðgerðaráætlun leigusala um hvernig húsnæðinu verði komið í viðunandi ástand fyrir næsta fund bæjarráðs.