Bæjarráð Fjallabyggðar

844. fundur 20. september 2024 kl. 10:00 - 11:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi uppfært vinnuskjal um stöðu verkefna vegna rigningaveðurs 23.-24. ágúst sl. og vinnu við fráveitukerfi á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra fyrir uppfært minnisblað.
Búið er að semja við Verkís verkfræðistofu um úttekt á fráveitukerfi Fjallabyggðar og er sú vinna hafin. Áætlað að úttektinni verði lokið í lok október.
Boðað var til fundar með húseigendum á Siglufirði sem urðu fyrir tjóni í kjölfar
rigningaveðursins. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar miðvikudaginn 18. september síðastliðinn.
Milli 40-50 manns sóttu fundinn, en á honum var farið yfir atburðinn sjálfan og þær aðgerðir sem farið
hefur verið í í kjölfarið. Þá fór fulltrúi frá Consello tryggingaráðgjöf yfir tryggingamálin. Sjóvá, Vörður, TM og Vís eru öll
farin að greiða þeim aðilum sem urðu fyrir tjóni og eru með húseigendatryggingu.

2.Samningur um þjónustu félagsráðgjafa

Málsnúmer 2409069Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar óskar eftir heimild til að semja við félagsráðgjafa um sérfræðiþjónustu fyrir félagsþjónustu Fjallabyggðar. Bæjarráð hefur áður samþykkt sams konar samninga, síðast árið 2021.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar ásamt drög að samningi.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra og felur honum að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að ramma fjárhagsáætlunar 2025 ásamt málaflokkayfirliti. Einnig fylgdi minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Lagt fram til kynningar og vísað til ferkari vinnslu bæjarráðs í tengslum við fjárhagsáætlun 2025.

5.Fjárhagsáætlun 2025 - Tillögur fræðslu- og frístundanefndar

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 17. maí sl. vísaði bæjarráð því til fastanefnda að ræða hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu þeirra málaflokka sem undir þær heyra.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tillögur fræðslu- og frístundanefndar sem afgreiddar voru á 143. fundi nefndarinnar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir gagnlegar ábendingar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

6.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 6

Málsnúmer 2408024Vakta málsnúmer

Á 314. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru teknar fyrir þrjár umsóknir sem bárumst um lóðina. Hlutkesti réð úthlutun í samræmi við 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Umsóknirnar voru settar í sitthvort ómerkta umslagið og formanni falið að draga eitt umslag. Nöfn umsækjenda sem dreginn voru út eru Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir. Lagt fyrir bæjarráð að staðfesta úthlutun lóðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.

7.Umsókn um lóð - Mararbyggð 45

Málsnúmer 2409006Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umsókn Einars Inga Óskarssonar um lóð nr. 45 við Mararbyggð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag Flæða m.s.br.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.

8.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Hestamannafélagsins Glæsis vegna samninga við Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða áfram við forsvarsmenn Hestamannafélagsins á grundvelli samningsdraga og umræðu á fundinum.

9.Innsent erindi - Eyrargata 3

Málsnúmer 2409039Vakta málsnúmer

Á 843. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Gurrýjar Önnu Ingvarsdóttur er varðar ástand húsnæðisins að Eyrargötu 3 sem notað er í starfi lengdrar viðveru grunnskólans á Siglufirði.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um stöðu málsins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir komuna á fundinn og yfirferð á þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið að beiðni sveitarfélagsins. Deildarstjóra falið að vinna málið áfram þar til framkvæmdum er að fullu lokið og leggja uppfært minnisblað fyrir bæjarráð.

10.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2409068Vakta málsnúmer

Opnað hefur verið fyrir skráningu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2024 sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica 10.-11. október 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Áhugasamir kjörnir fulltrúar eru hvattir til skrá þátttöku sína hið fyrsta.

11.Alþjóðlegi rafrusldagurinn 14. október 2024.

Málsnúmer 2409072Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi kynningarbréf Úrvinnslusjóðs varðandi Alþjóðlega rafrusldaginn 14. október 2024.
Hvatt er til þátttöku í söfnunarátaki fyrir rafrusl í september/október, en Ísland er ekki að ná tilætluðum árangri í þessum vöruflokkum.

Árlega fer mikið magn mikilvægra hráefna til spillis vegna þess að raf- og rafeindatæki eru ekki sett í endurvinnslu eða er hent með almennu sorpi. Eins getur skapast eldhætta þegar þessi tæki eru ekki flokkuð rétt.

Það væri mjög gott ef almenningur væri vel upplýstur um hvert á að fara með slík tæki í sínu sveitarfélagi, því flestir vilja gera rétt.
Vísað til nefndar
Málinu vísað til frekari afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

12.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2409075Vakta málsnúmer

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að halda skuli aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 9. október nk. klukkan 13:00. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Hilton Nordica.

Í kjölfar aðalfundarins verður svo Orkufundur samtakanna haldinn.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Framtíð Flugklasans

Málsnúmer 2408055Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Flugklasans sem barst í framhaldi af fundi sveitarfélaga á Norðurlandi um málefni Flugklasans Air 66N.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Fundargerð 65. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 314. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 110. fundar markaðs- og menningarnefndar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.