Alþjóðlegi rafrusldagurinn 14. október 2024.

Málsnúmer 2409072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 844. fundur - 20.09.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi kynningarbréf Úrvinnslusjóðs varðandi Alþjóðlega rafrusldaginn 14. október 2024.
Hvatt er til þátttöku í söfnunarátaki fyrir rafrusl í september/október, en Ísland er ekki að ná tilætluðum árangri í þessum vöruflokkum.

Árlega fer mikið magn mikilvægra hráefna til spillis vegna þess að raf- og rafeindatæki eru ekki sett í endurvinnslu eða er hent með almennu sorpi. Eins getur skapast eldhætta þegar þessi tæki eru ekki flokkuð rétt.

Það væri mjög gott ef almenningur væri vel upplýstur um hvert á að fara með slík tæki í sínu sveitarfélagi, því flestir vilja gera rétt.
Vísað til nefndar
Málinu vísað til frekari afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.