Umsókn um lóð - Bakkabyggð 6

Málsnúmer 2408024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12.09.2024

Lögð fram umsókn dagsett 6.8.2024 þar sem Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir sækja um lóð nr. 6 við Bakkabyggð.
Þar sem þrjár umsóknir um lóðina bárust skal hlutkesti ráða úthlutun í samræmi við 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Umsóknirnar voru settar í sitthvort ómerkta umslagið og formanni falið að draga eitt umslag. Nöfn umsækjenda sem dreginn voru út eru Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 844. fundur - 20.09.2024

Á 314. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru teknar fyrir þrjár umsóknir sem bárumst um lóðina. Hlutkesti réð úthlutun í samræmi við 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Umsóknirnar voru settar í sitthvort ómerkta umslagið og formanni falið að draga eitt umslag. Nöfn umsækjenda sem dreginn voru út eru Ólafur Ægisson og Steingerður Sigtryggsdóttir. Lagt fyrir bæjarráð að staðfesta úthlutun lóðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.