Bæjarráð Fjallabyggðar

826. fundur 05. apríl 2024 kl. 10:00 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar 2024-2027

Málsnúmer 2403041Vakta málsnúmer

Vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um skólamáltíðir í grunnskóla Fjallabyggðar lagt fram.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið. Bæjarráð óskar eftir vinnufundi með deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til þess að fara yfir tillögurnar og stöðuna.

2.Viðbótarhúsnæði vegna lengdrar viðveru og Frístundar við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403032Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að leigusamningi vegna Eyrargötu 3 Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2403043Vakta málsnúmer

Skýrsla KPMG um stjórnsýsluskoðun Fjallabyggðar 2023 lögð fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lagt fram til kynningar. Skýrslunni vísað til bæjarstjórnar.

4.Kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024.

Málsnúmer 2403062Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar um kjörstaði við forsetakosningar 1. júní 2024.
Lagt er til að kjörstaðir verði eftirfarandi:
Menntaskólinn á Tröllaskaga og íþróttahúsið á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra og felur honum að vinna málið áfram.

5.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Á 239. fundi bæjarstjórnar var tekið til afgreiðslu mál 2204075 - Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði - frá 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar. Lagðar voru fram tvær tillögur um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði, ásamt staðarvalsgreiningu sem unnin var af Kanon Arkitektum. Ákvörðun um staðarval var vísað til bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt með 7 atkvæðum að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að leggja fram tillögur að útfærslu á atkvæðagreiðslu meðal íbúa Ólafsfjarðar, þar sem bæjarstjórn taldi brýnt að óska eftir áliti íbúa áður en staðsetningum á nýjum grafreit í Ólafsfirði yrði ákveðinn. Bæjarstjórn fól bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.
Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að kosningarkerfi fyrir íbúakosningu. Tillagan var unnin með skipulagsfulltrúa.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að ráðgefandi viðhorfskönnun verði framkvæmd í gegnum Betra Ísland á meðal allra íbúa Ólafsfjarðar (póstnúmer 625 og 626) 18 ára og eldri. Við útfærslu viðhorfskönnunarinnar skal sérstaklega horft til þess að bjóða aðstoð til þeirra sem þess óska.
Bæjarráð óskar eftir að drög þeirra gagna sem munu liggja til grundvallar verði lögð til kynningar fyrir bæjarráð áður en kosning hefst.

6.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Yfirlit staðgreiðslu fyrir mars 2024 lagt fram til kynningar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 128.256.936,- eða 91,2% af tímabilsáætlun 2024. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 14 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-mars 2024 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 100,00% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Styrkumsóknir 2024 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 2309072Vakta málsnúmer

Vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar um afgreiðslu á styrkumsóknum félaga og félagasamtaka um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2024 lagðar fram. Styrkveitingarnar rúmast innan fjárheimilda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Vinnureglur um töku orlofs

Málsnúmer 2404003Vakta málsnúmer

Drög að uppfærðum vinnureglum Fjallabyggðar um töku orlofs lagðar fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til bæjarstjórnar.

10.Athugun á neysluvatni í Ólafsfirði

Málsnúmer 2402038Vakta málsnúmer

Á 822. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að svara erindi heilbrigðisfulltrúa vegna erindis um athugun á neysluvatni í Ólafsfirði. Minnis- og svarbréf bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar lagt fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar vinna málið í samræmi við aðstæður og tilmæli Heilbrigðiseftirlits Norðurlands-vestra.

11.Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Vatnsveitan í Ólafsfirði annar ekki eftirspurn og er viðkvæm fyrir skakkaföllum. Auka þarf afkastagetu kerfisins og sveigjanleika. Sveitafélagið nýtir nú þegar vatnasvið Brimnessdals fyrir vatnstöku, en nýtir ekki afrennsli Brimnesár beint. Tækifæri er í því fyrir veituna að nýta auka afköst með því að taka vatn úr ánni til afhendingar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra tæknideildar falið að hefja undirbúning á vatnstöku í Brimnesá. Nýtt inntaksmannvirki skal geta veitt vatni inn á miðlunartank sveitafélagsins og þannig aukið til muna almenna afkastagetu til sveiflujöfnunar sem og til slökkvistarfs. Inntakið á einnig að geta tengst veitu til stórnotenda. Inntakið skal útbúið með þeim hætti að líkur á lit og óhreinindum í vatni séu lágmarkaðar með viðunandi síun, líkt og gert er í Hólsdal. Frumdrög að lausn óskast kynnt í bæjarráði innan þriggja vikna.

12.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar.

Málsnúmer 2404009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um styrkveitingu til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn.

13.Saman gegn sóun - stefna um úrgangsforvarnir.

Málsnúmer 2404007Vakta málsnúmer

Verkefnið Saman gegn sóun er um þessar mundir að móta nýja stefnu um úrgangsforvarnir. Af því tilefni stendur til að halda opna fundi á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum og við hvetjum kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga og landshlutasamtaka til að mæta.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Fundargerð 61. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 143. mál um málefni aldraðra (réttur til sambúðar). Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. apríl nk.

Fundi slitið - kl. 11:10.