Innköllun hluta lóða við Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit 46 SR

Málsnúmer 2411076

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdu innsend bréf Róberts Guðfinnssonar f.h. Genís hf. og dótturfélag þess Þeysils ehf. varðandi ákvörðun bæjarstjórnar frá 29. október 2024 um að leysa til sína hluta lóðanna að Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit SR46, sem falla innan lóðarinnar að Skipagötu 3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar. Bréfin eru dagsett 13. nóvember, 18. nóvember og 22. nóvember 2024. Skipulags- og umhverfisnefnd hafði áður lagt framangreint til við bæjarstjórn í máli 2410053, eftir að ósk hafði borist frá Primex, dags. 4. október sl., um að fyrirtækið hefði hug á að stækka núverandi verksmiðju um 2/3 sem næst Óskarsgötu 7.
Í bréfinu er farið fram á afturköllun ákvörðunar bæjarstjórnar frá 29. október 2024 um framangreindar lóðir.

S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela bæjarstjóra að óska eftir lögfræðiáliti í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.