Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 21. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Fundargerð markarðs- og menningarnefndar er í 4 liðum.
Til afgreiðslu er liður 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
  • .4 2410001 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2025
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 21. nóvember 2024. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2025.
    Nokkrar tilnefningar bárust nefndinni og þakkar hún fyrir þær. Einnig þakkar nefndin fráfarandi bæjarlistamanni, Ástþóri Árnasyni, fyrir framlag hans til menningar og lista.
    Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Kristínu R. Trampe bæjarlistamann Fjallabyggðar 2025. Nefndin óskar Kristínu til hamingju með útnefninguna. Bæjarlistamaður verður útnefndur formlega við afhendingu menningarstyrkja í ársbyrjun 2025.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar með 7 atkvæðum.
    Bæjarstjórn óskar Kristínu R. Trampe til hamingju með útnefninguna.