Bæjarráð Fjallabyggðar - 850. fundur - 1. nóvember 2024

Málsnúmer 2410012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 250. fundur - 28.11.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 6 liðum.
Til afgreiðslu er liður 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • .3 2410124 Beiðni um styrk frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 850. fundur - 1. nóvember 2024 Þar sem KF hefur ekki aðstöðu til að stunda æfingar innan sveitarfélagsins að vetri til er lagt til að styrka félagið um allt að kr. 1.700.000, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu. Bæjarráð samþykkir framlagða reikninga vegna leigu á æfingaaðstöðu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.