Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2410119
Verðtilboð í ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15. nóvember 2024.
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboðum Lavar ehf. í ræstingar verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.
Um er að ræða ræstingu á eftirtöldum stofnunum og starfsstöðvum:
Ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar fyrir kr. 17.376.383,-
Ræstingu á starfstöð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu fyrir kr. 37.224.310,-
Ræstingu á Leikskálum fyrir kr. 40.079.400,-
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
.3
2309099
Foktjón - Aðalgata 6B
Bæjarráð Fjallabyggðar - 852. fundur - 15. nóvember 2024.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðni eigenda um uppkaup á eigninni. Bæjarráð beinir því til eigenda að tryggja að frekara tjón hljótist ekki vegna ástands hennar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.